61% hjóla á höfuðborgarsvæðinu og þar af 12,4 % allt árið

Nýjustu tölur má finna í könnuninni Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sýna enn meiri hjólreiðar. Af þeim 4.853 sem svöruðu hjóluðu 61% og þar af 12,4 % allt árið. Á sumum svæðum var hlutfall þeirra sem hjóla allt árið mun hærra;  Miðbær og Tún 20%, Hagar, Melar og Nes 17%, Múlar og Sund 16%.

Fæstir hjóluðu allt árið um kring í Breiðholti 7% og í Kópavogi  9%. Öll önnur hverfi voru með 10% eða meiri hlutdeild.

Af þeim sem tóku þátt í könnuninni frá 26. október til 6. desember 2011 höfðu 3,8% hjólað til vinnu eða skóla þann daginn.

Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar: Ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu
og Ferðavenjukönnunin - heildin

Myndina tók Árni Davíðson í laugardagsferð 21. janúar 2012.