Drögum úr skutli og hvetjum börn til að hjóla

graf5

Sesselja Traustadóttir stjórnaði fjölmennustu hjólalest sem mynduð hefur verið á landinu þegar um 500 skólabörn hjóluðu milli skólanna í Grafarvogi. Tilgangurinn var að hvetja börnin til að hjóla sjálf milli staða og minnka skutl foreldranna.

 

Á vef Reykjavíkur borgar var {japopup type="iframe" content="http://reykjavik.is/DesktopDefault.aspx/tabid-757/521_read-16860/" width="1000" height="800" }þessi frétt :{/japopup}

Lengsta hjólalest landsins í Grafarvogi!

22.09.2009

Um það bil fimmhundruð skólabörn í Grafarvogi hjóluðu í morgun um hverfið í tilefni af Grænni samgöngustefnu sem innleidd hefur verið í skólana í hverfinu, hjólafærninámskeiða kennara og Samgönguviku 2009. "Þetta er góð hreyfing," sagði Hera Björk Brynjarsdóttir nemi í Víkurskóla.

Reiðhjólin breyttu ásýnd Grafarvogs í morgun og sýndu bílstjórar tillitssemi gagnvart hjólafólkinu. Grafarvogur var handhafi Samgöngublóms sem veitt er árlega á Samgönguviku og nýtti Þjónustumiðstöðin þar það fé sem því fylgdi til að bjóða kennurum hjólafærninámskeið.

Sesselja Traustadóttir sem kennir hjólafærni stjórnaði lestinni ásamt kennurum og Dofra Hermannssyni varaborgarfulltrúa Samfylkingar, íbúa í Grafarvogi og höfundi Grænnar samgöngustefnu í grunnskólum Grafarvogs. Sesselja telur að þetta hafi verið fjölmennasta hjólalest sem mynduð hafi verið á landinu.

Mynd með frétt

Á mbl.is var {japopup type="iframe" content="http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/22/hjolad_a_graenni_samgonguviku/" width="1000" height="800" }þessi frétt :{/japopup} 

Innlent | mbl.is | 22.9.2009 | 17:41

Hjólað á grænni samgönguviku

Um það bil fimmhundruð skólabörn í Grafarvogi hjóluðu í morgun um hverfið í tilefni af Grænni samgöngustefnu sem innleidd hefur verið í skólana í hverfinu, hjólafærninámskeiða kennara og Samgönguviku 2009.

Grafarvogur var handhafi Samgöngublóms sem veitt er árlega á Samgönguviku og nýtti Þjónustumiðstöðin þar það fé sem því fylgdi til að bjóða kennurum hjólafærninámskeið.

Sesselja Traustadóttir, sem kennir hjólafærni, stjórnaði lestinni ásamt kennurum og Dofra Hermannssyni varaborgarfulltrúa Samfylkingar, íbúa í Grafarvogi og höfundi grænnar samgöngustefnu í grunnskólum Grafarvogs. Á vef umhverfis- og samgönusviðs Reykjavíkur er haft eftir Sesselju, að  þetta hafi líklegast verið fjölmennasta hjólalest sem mynduð hafi verið á landinu.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var þessi frétt:

Yfir 500 börn hjóluðu á milli 6 skóla í Grafarvoginum í dag

Smellið hér til að sjá fréttina.