Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.

Flokkur: Íslenskt

Hjólarein á Hverfisgötu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundinnar hjólareinar á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða.

Flokkur: Íslenskt

Vegurinn sem aldrei endar

mbl-100814aFinnskt par bloggar um hjólaferðalag í kringum landið Hyggur á myndasögu í kjölfarið en nýútkomin er myndasögubók um Evrópuferðalag parsins Tóku upp hjólalífsstíl eftir að fætur stúlkunnar, Kaisu Leka, voru fjarlægðir að hluta.

Flokkur: Íslenskt

Hjólavefsjá fyrir Reykjavík

GMB-mbl.isGísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, lagði til á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að gerð verði hjólavefsjá fyrir Reykjavík þar sem hægt verði að sjá hvernig hjólafólk kemst með fljótlegustum og öruggustum hætti á milli staða.

Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í umhverfis- og samgönguráði frestaði því að afgreiða tillöguna.

Gísli Marteinn segir, að í vefsjánni geti borgarbúar geti slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma. Notendur gætu sent leiðina í gps tæki eða farsíma.

Flokkur: Íslenskt

Hjólað til styrktar krabbameinsrannsókna

38595_145006692196093_137319206298175_327272_6510548_n1Okkar leið – allra málefni

Alissa R. Vilmundardóttir lagði nýlega af stað í hjólaferð í kringum landið til að kynna og styrkja Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum undir kjörorðinu Okkar leið – allra málefni. Ferðin hefur verið í undirbúningi síðustu 6 mánuði og upphaflega voru þær tvær, en ferðafélagi Alissu hætti við ferðina og því fer hún ein um landið. Verndari söfnunarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.

Flokkur: Íslenskt

Haraldar hjóla til heilla

mbl-100810Lionsklúbbur Njarðvíkur hefur í dag söfnunarátak til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Söfnunin fer þannig fram að tveir félagar úr klúbbnum ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland á tólf dögum og safna áheitum.

»Ferðin mun taka tólf daga, ég hjóla og með mér er nafni minn Helgason sem verður á bíl og sér um vistir. Hann ætlar líka að hjóla með mér hluta úr leiðinni,« segir Haraldur Hreggviðsson hjólagarpur frá Njarðvík.

Hann segir þetta í fyrsta skipti sem Lionsklúbburinn fer út í svona stóra söfnun en þeir séu samt mjög öflugir í að styrkja líknarstarf.

Flokkur: Íslenskt

Skíðasvæði breytt í hjólasvæði

moggiSkálafell bike park var opnaður formlega í gær en um er að ræða hjólagarð sem verður opinn um helgar frá kl. 12-17. Garðurinn er kjörinn fyrir hjólreiðagarpa frá 7 ára aldri og fara þeir þá með hjólin sín upp með skíðalyftum og hjóla niður. Brautin er of brött til að hægt sé að hjóla upp hana.