Stígur frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar - skipulagslýsing

Þeir sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna lýsingarinnar eru beðnir að senda þær skriflega til Eyjafjarðarsveitar í seinast lagi 30. nóv. n.k.

Sveitarstjóri

Í skipulagslýsingunni kemur eftirfarandi fram um forsendur og markmið:

Lýsing á aðal- og deiliskipulagsverkefni

1 Forsendur
Lýsing þessi er gerð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Lýsingin miðast við breytingu á aðalskipulagi Eyjafjar ðarsveitar þar sem gönguleið, GL - 1, og reiðleið, HL – 1, er breytt. Núverandi skipulag kemur fram í gr. 2.5.2 í „Greinargerð I, stefnumótun og landnotkun í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.” og á eftirfarandi uppdráttum: Reið- og gönguleiðir, sveitarfélagsuppdráttur – landnotkun og þéttbýlið Reykár- og Ölduhverfi auk Kristness.

Forsenda breytingarinnar er að færa stígana saman, fær a þá nær þjóðvegi og minnka langhalla á þeim.

2 Markmið

Hugmyndin að breytingu gengur út á að sem minnstur hæ ðarmunur verði á stígnum þannig að auvelt sé að fara um hann. Þá verði stígurinn þannig gerður að hluti stígsins 2-2,5 m næst þjóðvegi verði malbikaður og ætlaður sem göngu- og hjólreiðastígur, en sá hluti sem fjær sé þjóðvegi um 3 m verði með malaryfirborði og ætlaður sem reiðstígur. Bannað verði að fara með rekstra eftir reiðstíg og taki vegfarendur tillit til hvors annars, hægi á við mætingu og stígi af baki ef ástæða þykir til, hvort sem um er að ræða reiðhjól, eða reiðhest.

Farið verði að kröfum Vegagerðarinnar um öryggismál þannig að fjarlægð stígs frá þjóðvegi verði nægileg eða hafðar hindranir þar sem fjarlægð þykir ekki nægileg


Hér að neðan er mynd af Openstreetmap kort af fyrirhugaðri stígatengingu milli Hrafnagils og Akureyrar. Tengill á uppdráttinn er hér.

Ekki hefur frést af framkvæmdum við þennan stíg enn sem komið er.