Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Hjólaplanari í Gautaborg

trafiken.nuÞessi vefur sýnir hjólreiðafólki bestu leiðina á milli staða. Virðist vera töff, hugmyndin að minnsta kosti góð. Hægt að velja t.d. hvort maður vill fljótlegustu leiðina eða heppilegustu leiðina. Sniðugt að geta bara dregið táknin inn á kortið í staðin fyrir að skrifa götunöfn.
Flokkur: Samgöngumál

Batteríljós eru ekki leyfð í Þýskalandi

Batteríljós eru ekki leyfð í Þýskalandi heldur er skylt að hafa rafal á hjólunum. Rafall er góður kostur enda áreiðanlegur orkugjafi og alltaf til staðar. Þó góð batteríljós séu fáanleg þá falla of margir í þá gryfju að spara við sig í þessu mikilvæga öryggistæki og nota ljós sem vart sjást innan um borgarljósin.

Flokkur: Samgöngumál

Umræður á breska þinginu

Frétt frá því í maí um umræður á breska þinginu þar sem tekið er undir málflutning systursamtaka LHM í Bretlandi um hvernig auknar hjólreiðar stuðla að auknu öryggi og mikilvægi þess að nota rétta mælikvarða til að meta öryggi hjólreiðafólks.

Flokkur: Samgöngumál

Fjölgun og fræðsla

Borgir í Bandaríkjunum hvetja í auknum mæli til hjólreiða og hefur þeim sem hjóla til vinnu fjölgað um 43% síðan 2000 á landsvísu. Í Philadelfíu hefur notkun reiðhjóla aukist um 43% síðan 2005 og borgin hefur einsett sér að verða sú grænasta í BNA. Þar starfa hjólreiðasamtök að fræðslu um hvernig öruggast er að staðsetja sig í umferðinni og því einfalda atriði að reiðhjól eru lögleg ökutæki rétt eins og bílar.

Flokkur: Samgöngumál

Löggan í Kaupmannahöfn

Löggan í Kaupmannahöfn hefur síðan í apríl verið með 8 löggur á hjóli í bænum við góðan orðstýr. Þær eiga auðveldara með að skjótast um þröngar götur og komast leiðar sinnar. Nýlega handtóku þær hjólreiðamann með 5 kíló af hassi í bakpokanum, sem hjólaði beint á vegg með hjólandi löggur á eftir sér...