Safn fróðlegra eða athyglisverðra greina og frétta af netinu innlendis sem erlendis.

Flokkur: Fróðleikur

Hjólateljarar eða Cykelbarometeret

hjolateljariHjólateljarar eða Cykelbarometeret eru nýjung í Danmörk. Þeir telja hjólreiðafólk á ákveðnum stöðum og þú getur séð hversu margir hafa hjólað leiðina á undan þér þann dag og fylgst með þróuninni. Það er ágætur mælikvarði á hversu hjólavæn borg er hversu margir hjóla.

Flokkur: Fróðleikur

Hversu langt ertu tilbúinn að fara

Hversu langt er of langt og hversu langt er mátulega langt. Hér hefur verið gerð rannsókn á þessu m.t.t. þess hvort verið er að ganga, hjóla eða aka bæði m.t.t. tíma og vegalengdar. Svolítið fræðilegt en áhugavert.

Flokkur: Samgöngumál

Vinna að hefjast við Reykjaæðar í Ártúnsholti

Í frétt á vef Veita kemur fram að innan skamms hefjist framkvæmdir við seinni áfanga endurnýjunar Reykjaæða, stofnlagna hitaveitu, í Ártúnsholti. Um er að ræða um 500 m kafla frá mörkum byggðarinnar í Ártúnsholti að vestanverðu að austurenda hitaveitustokka yfir Elliðaárnar  sem sjá má á meðfylgjandi yfirlitsmynd framkvæmda.
Flokkur: Samgöngumál

Ný göngu- og hjólaleið sunnan Vífilsstaða malbikuð

Í frétt á vef Garðabæjar (11.05.2017) kemur fram að í síðustu viku hafi verið lokið við síðari áfanga í uppbyggingu nýrrar göngu- og hjólaleiðar milli byggðar og friðlands Vífilsstaðavatns þegar stígurinn þarna á milli var malbikaður.  Stígurinn liggur sunnan Vífilsstaða meðfram votlendi Vífilsstaðalækjar og Vatnsmýrar sem er affall Vífilsstaðavatns og hæðanna í kring.  Búið er að koma bekkjum og lýsingu meðfram stígnum sem er tæpur kílómetri að lengd.
Klippt á borðann
Flokkur: Samgöngumál

Nýjar hjóla- og göngubrýr opnaðar yfir Elliðaár

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði tvær nýjar hjóla- og göngubrýr yfir Elliðaár mánudaginn 30. maí ásamt  350 metra hjóla- og göngustíg.  Þessi mannvirki bætast við ört stækkandi hjólastígakerfi borgarinnar en framkvæmt er eftir hjólreiðaáætlun Reykjavíkur.

Subcategories

Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.