Safn fróðlegra eða athyglisverðra greina og frétta af netinu innlendis sem erlendis.

Flokkur: Íslenskt

Notið bjölluna en reiknið ekki með að nokkur heyri

moggiUmferð um hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu hefur þyngst til mikilla muna undanfarna daga, ekki síst fyrir tilstilli átaksins Hjólað í vinnuna. Eftir því sem næst verður komist hefur umferðin gengið að mestu stóráfallalaust þrátt fyrir að hjólafólki sem ferðast oft á 30-40 km hraða sé víðast ætlað að fara um sömu stíga og gangandi vegfarendum. Mörgum hefur þó eflaust reynst erfitt að átta sig á því hvaða umferðarreglur gilda á stígunum.

Flokkur: Íslenskt

Öflugt og gott málgagn

moggiÓhætt er að mæla með nýjasta eintaki Hjólhestsins, tímarits Fjallahjólaklúbbins, sem kom út á netinu í byrjun mánaðarins. Flestar greinar í blaðinu eru miðaðar við fólk sem er að byrja að nota hjól sem samgöngutæki eða er tiltölulega stutt á veg komið í þeirri vegferð. Sérstaklega má benda á grein um samgönguhjólreiðar sem fjallar um hvernig best er að hjóla úti í umferðinni, þ.e. á akbrautum en ekki á göngustígum.

Flokkur: Íslenskt

Átakið Hjólað í vinnuna hafið!

rvk.isHjólað í vinnuna var ræst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun að viðstöddu fjölmenni. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ bauð gesti velkomna en ávörp fluttu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og Kristján Möller, samgönguráðherra.

Flokkur: Íslenskt

Ekki hugsað fyrir hjólinu - mbl.is

moggiReiðhjól er það ökutæki sem hvað flestir eru gerðir ábyrgir fyrir, en samt er lítið gert af því að kenna fólki að umgangast hjólið. Þetta segir Sesselja Traustadóttir, sem kennt hefur nemendum í Álftamýrarskóla og Fossvogsskóla hjólafærni.

»Við byrjum á að kenna það sem ég kalla líffærafræði reiðhjólsins - hvað eru teinar, ventlar, gjörðin og svo framvegis. Síðan förum við yfir hjólastellið, fatnaðinn og stillum hjálmana.« Um 85% barna séu með illa stilltan hjálm sem geri í raun meira ógagn en gagn. »Bönd og festingar eru oft lélegar og þó hjálmurinn hafi verið stilltur að morgni hefur hann oft aflagast að kveldi.«

Flokkur: Íslenskt

Bensínverðið ýtir undir hjólreiðar - mbl.is

moggiANNRÍKI hefur verið í reiðhjólaverslunum síðustu daga því margir hugsa sér til hreyfings í tilefni átaksins Hjólað í vinnuna sem Íþróttasamband Íslands stendur fyrir og hefst í dag. "Reiðhjólafólki fjölgar alltaf á vorin og verkefni þar sem fólk er til dæmis hvatt til að hjóla í vinnuna hafa áhrif. Þetta er bæði góð líkamsrækt og skapar sömuleiðis samkennd á vinnustöðum. Hitt er líka staðreynd að mikil hækkun bensínverðs að undanförnu hefur orðið til þess að sífellt fleiri nýta sér reiðhjólið. Fólk notar einkabílinn minna," sagði Jón Pétur Jónsson, kaupmaður í reiðhjólaversluninni Erninum, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Flokkur: Íslenskt

Fjallabrun í Öskjuhlíð

Fjallabrun í ÖskjuhlíðFjallabrun á reiðhjólum nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. Um síðustu helgi fór fram keppni í greininni í Öskjuhlíð en mótið fór fram á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Íþróttin nýtur mikilla vinsælda meðal ungmenna frá 10 ára aldri og uppúr.
Flokkur: Íslenskt

Hjólastígakerfið í borginni tífaldað næsta áratuginn

Hjólreiðaáætlun til ársins 2020 samþykkt í borgarstjórn

UM 90 kílómetrar af hjólastígum verða lagðir í Reykjavík næstu tíu árin til viðbótar við þá tíu kílómetra sem fyrir eru, samkvæmt nýrri hjólreiðaáætlun sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn. Þá tekur áætlunin einnig til þess hvernig hægt er að stuðla að auknum hjólreiðum í borginni með fræðslu og kynningu.

Flokkur: Íslenskt

Reiðhjólalæknir ástandsskoðar fákana

Dr. BÆKEnginn annar en dr. Bæk var mættur við Norræna húsið í gær í tilefni af degi umhverfisins. Þar bauð hann fólki upp á þá þjónustu að skoða og votta reiðhjólin. Margir notfærðu sér þetta einstaka tækifæri til að láta hjólalækni líta á gripi sína og ástandsskoða, enda eins gott að allt sé í lagi þegar brunað er á hjóli um stræti borgarinnar.

 

Flokkur: Íslenskt

Bláfjallaævintýri fyrir nemendur á unglingastigi

Sesselja Traustadóttir mbl.isSesselja Traustadóttir kennari er áhugamaður um reiðhjólamenningu. Hún hefur skipulagt hópferðir með unglingum á vordögum upp í Bláfjöll og hlakkar mikið til. Hún býðst til að hjóla með 800 nemendur unglingadeilda og þegar hafa 200 skráð sig. {jathumbnail off}

Flokkur: Íslenskt

Hvað er á seyði við Nauthólsveg

dscn0295Árni Davíðssson bloggaði fyrir skemmstu um nýja nálgun við merkingar  ætlaðir hjólreiðamönnum, sem hann uppgötvaði :

"Við hin nýja Nauthólsveg, sem áður hét Hlíðarfótur, er eitthvað skrítið á seyði sem ekki hefur sést á Íslandi áður. Þar eru merktar á veginn til og frá Valssvæðinu stöðvunarlínur fyrir reiðhjól sem ná fram fyrir stöðvunarlínur fyrir bíla."

Flokkur: Íslenskt

Verum sýnileg í umferðinni

228. fundur Umferðarráðs haldinn þann 29. október 2009 hvetur alla vegfarendur til að vera eins sýnilegir í umferðinni og kostur er í skammdeginu. Umferðarráð bendir á að endurskinsmerki gagnast mjög vel í þessu skyni. Þau eru ódýr og einföld í notkun. Umferðarráð áréttar að sérhver sem er á ferð í rökkri eða myrkri og ber endurskin sést margfalt betur og fyrr en sá sem er án þess. Foreldrar og forráðamenn barna eru hvattir til að sjá til þess að þau séu sýnileg á leið sinni í skólann á morgnana og einnig þegar þau eru á ferð síðdegis eða að kvöldlagi.

Flokkur: Íslenskt

Hlutdeild reiðhjóla á götum borgarinnar

Um þessar mundir búa ökumenn bifreiðar sínar undir veturinn og hjólreiðamenn huga að hjólum sínum en spáð er að hlutur reiðhjóla á götum borgarinnar eflist í vetur. Ný talning á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum sýnir að hlutur reiðhjóla í Austurstræti er 11%, Suðurhlíð 10% og 6% á Bíldshöfða.

Flokkur: Íslenskt

Drögum úr skutli og hvetjum börn til að hjóla

graf5

Sesselja Traustadóttir stjórnaði fjölmennustu hjólalest sem mynduð hefur verið á landinu þegar um 500 skólabörn hjóluðu milli skólanna í Grafarvogi. Tilgangurinn var að hvetja börnin til að hjóla sjálf milli staða og minnka skutl foreldranna.

Subcategories

Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.