Hjólreiðar eru fyrir alla

Systursamtök okkar í Englandi CTC standa fyrir fjölbreittri starfsemi og er eitt verkefnið kennt við Hjólameistara, Cycle Champions. Þar er leitast við að efla heilsu og hreysti þjóðarinnar meðal annars með því að kynna hjólreiðar fyrir hópum sem býr við ýmiskonar fötlun og hefur farið á mis við heilsuávinning hjólreiða og þá gleði sem þær færa fólki.

Hér er myndband sem sýnir hóp keppa á alls kyns hjólum sem henta fötlun hvers og eins og ánægjan skín af hverju andliti.

Íslendingar eiga marga „hjólameistara“ sem væri gaman að sjá fá betri stuðning til að eignast þessi sérsmíðuðu hjól eða hafa aðgang að þeim.

Hér má lesa aðeins meira um þessi verkefni hjá CTC: Cycle Champions

York CTC Ride with graphics from Rolande Hall on Vimeo.

Myndin vann verðlaun í myndakeppni Big Lottery Fund sem styrkti framtakið.