Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Flokkur: Fólk

Bankastarfsmaður missti þrjátíu kíló

dv110920900-003_jpg_800x1200_q95Hrönn Harðardóttir byrjaði að hjóla 2008 - Sparar tíma, peninga og bætir heilsuna

„Ég hef núna hjólað allt sem ég fer í þrjú ár,“ segir Hrönn Harðardóttir, 47 ára bankastarfsmaður og hjólreiðakappi. Hrönn er ein þeirra sem hefur tekið upp þann lífsstíl að hjóla í vinnuna. Það gerði hún árið 2008.

Flokkur: Fólk

Hjólaði af sér bakverkina

575320

Vinsældir hjólreiða hafa aukist gífurlega á undanförnum árum og margir Íslendingar nota hjólið sem sinn aðalfarkost allt árið um kring. Lögreglumaðurinn Benedikt Lund er einn þeirra sem hjóla allt árið en hann uppgötvaði gildi hjólreiða eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir fimmtán árum síðan.

Flokkur: Fólk

Arna Sigríður hjólar hálfmaraþon

Ísfirðingurinn Arna Sigríður Albertsdóttir tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag á handahjólinu sínu og ætlar að hjóla hálfmaraþon eða 21 kílómetra. Hún segir maraþonið leggjast afar vel í sig en hún tekur þátt til styrktar Grensásdeild Landspítalans, þar sem hún var í endurhæfingu í rúmlega hálft ár eftir að hún lamaðist í skíðaslysi 30. desember 2006. Að sögn Örnu Sigríðar hjálpaði starfið og starfsfólkið á Grensás henni ótrúlega mikið á sínum tíma og er hún þeim ævinlega þakklát. Aðspurð segist hún ekki vita til þess að fleiri muni hjóla í maraþoninu. „Ég held líka að handahjólið mitt sé eina sinnar tegundar á landinu í dag og finnst þetta því frábært tækifæri til að vekja athygli á því.“

Flokkur: Fólk

Svona rúllar E.T.

mbl-110714Fyrir sex árum fór Emil Tumi Víglundsson á sitt fyrsta fjallahjólanámskeið í Nauthólsvík. Nú í dag hugsar hann um hjól allan daginn; vinnur í Erninum og undirbýr sig af kappi fyrir hjólreiðakeppnina á Ólympíuleikum æskunnar sem fara fram í lok mánaðarins.

Flokkur: Fólk

Yndislegt að heyra fuglasöng á morgnana

efling0711a- segir Anna Lísa Terrazas, starfsmaður í móttöku
Ég hef aldrei áður hjólað í vinnuna og þurfti meira að segja að fá lánað hjól,segir Anna Lísa sem tók þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Henni fannst ekkert erfitt að hjóla og var heppin með veður þá daga sem hún hjólaði. Mér fannst gott að njóta útiverunnar og það var yndislegt að heyra fuglasönginn og sjá kanínurnar hoppa um í hlíðinni á morgnana segir hún. Hún segir mesta álagið hafa verið að hjóla í umferðinni svo hún hafi haldið sig við að hjóla aðeins lengri leið en njóta þá náttúrunnar um leið.

Flokkur: Fólk

Á sumu má sigrast

hjolagarpurinnwEinar Þ. Samúelsson mun hjóla í kringum landið dagana 2. - 16. júlí  til þess að safna áheitum fyrir aðstandendur Bjargar Guðmundsdóttur og bróður hennar Kristinn Guðmundssonar. Björg glímdi við MND en lést úr krabbameini 7. júní síðastliðinn. Kristinn glímir við MND sem er ólæknandi taugahrönunarsjúkdómur. Hægt er að heita á hjólagarpann með því að hringja eða senda sms í númerið 904 1407 og gefa þar með 1407 kr. Það samsvarar einni krónu fyrir hvern hjólaðan kílómetra en gert er ráð fyrir að hjóla fyrir Hvalfjörðinn og verður vegalengdin því 1407 km.  Verkefnið hefur fengið nafnið „Á sumu má sigrast“ og má finna allt um það á heimasíðunni: http://www.asumumasigrast.is einnig á www.facebook.com/asumumasigrast
Flokkur: Fólk

Hættulega sexy í umferðinni

amd_jasmijn-rijckenKona var stöðvuð af lögreglu fyrir að vera of sexy að hjóla um borgina. Lögreglumaðurinn sagði hana skapa hættu í umferðinni með því að hjóla í pilsi, það hefði afar truflandi áhrif á bílstjóra og skapaði hættu í umferðinni. Hollenska hjólreiðakonan Jasmijn Rijcken var hissa á þessu enda stödd í New York.