Hjólið fundið upp - aftur

Fjöldi stórborga hafa innleitt hjólaleigukerfi fyrir almenning og setja þau hjól sterkan svip á borgir eins og London og París. Hinn heimsfrægi hönnuður Philippe Starck var fenginn til samstarfs þegar hanna átti nýtt hjól fyrir fyrirhugað almenningshjólakerfi Bordeaux í Frakklandi.

Útkoman var óvenjulegt reiðhjól sem einnig má nota sem hlaupahjól þegar þarf að fara hægt yfir svo sem í göngugötum. Það er einnig með innbyggðum bögglabera, rafal í nafi fyrir ljósabúnað og gul dekk í yfirstærð gefa hjólinu skemmtilegt yfirbragð.

Eitthvað hefur verið spáð í möguleikana á að setja upp almenningshjólakerfi í Reykjavík en ekki kom fram hvernig reiðhjólin sjálf ættu að vera.

Sjá nánar um Pibal hjólið hér: French Public Transport Plan Yields Bicycle + Scooter Hybrid


Le Pibal, vélo urbain idéal by villedebordeaux

Pibal_P_Starck_urbancycling