Hjólum til framtíðar 2018 - Veljum fjölbreytta ferðamáta

Föstudaginn 21. september 2018 höldum við áttundu ráðstefnu Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.

Meginþema ráðstefnunnar í ár er Veljum fjölbreytta ferðamáta.

Tveir erlendir fyrirlesarar verða með okkur í ár, auk fjölda innlendra erindreka.

Sílvia Casorrán frá Barcelona segir okkur frá baráttunni um borgarbreytinguna, þegar ráðist var í að gera Poblenou Superblock. Hatramar deilur og mikil átök brutust út þegar ákveðið var að gera svæðið lífvænt fyrir gangandi vegfarendur með því að draga úr umferð á svæðinu, fjarlægja bílastæði og færa fólkinu í hverfinu ný útivistarrými. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með þróun göngugatna í Reykjavík á síðustu árum. https://youtu.be/jq2yd4QgL5I

Frá grönnum okkar Írum kemur Damien O'Tuama og segir frá þróun samgönguhjólreiða í Dublin og hvernig hjólreiðasamtök þar hafa unnið með yfirvöldum og almenningi að jákvæðri þróun í hjólamenningu. 

Af innlendum vettvangi verður skautað um öryggi og hönnun hjólamannvirkja, fáum kynningar frá nýjum meirihlutum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu á þeirra áherslum í garð hjólandi og gangandi vegfarenda, kynnumst fjölmörgum merkum hjólaviðburðum, nýir vinnustaðir útskrifast í Hjólavottun og Hjólaskálin verður afhent.

Umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar ráðstefnuna kl. 13.

Að lokum ætlar Ari Eldjárn að skauta um leyndakima glettninnar af sinni alkunnu snilld.

Ráðstefnan verður send út í beinni útsendingu á netinu.

Fyrir ráðstefnuna bjóða Hjólafærni og LHM uppá rólega hjólaferð fimmtudaginn 20. sept kl. 18 frá Eiðistorgi. Ætlunin er að skoða aðstæður fyrir hjólreiðar á Seltjarnarnesi og það sem helst veldur núningi milli vegfarendahópa á nesinu. Við hjólum svo um vesturbæinn og endum í góðri súpu á Loft hostel í Bankastræti í boði Farfugla um kL. 19.30. Árni Davíðsson leiðir hjólaferðina.

 

Dagskrá:  Hjólum til framtíðar 2018 - dagskrá

Hvar: Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi kl. 10
          Hjólað verður frá Bakarameistaranum Suðurveri kl. 9 á ráðstefnuna.

Hvenær: 21. september 2018, klukkan 10 (á Seltjarnarnesi) til 16

Skráning:  Smellið hér.

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Útsending á netinu:
Ráðstefnan verður send út á Netinu – nánari upplýsingar hér síðar.