Aðalfundur LHM 2017

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara

Ásbjörn stýrir fundi og PG tekur niður fundargerð

2. Ársskýrsla stjórnar

Ásbjörn fór yfir ársskýrsluna og hún talar fyrir sig sjálf.

3. Skýrslur nefnda

Sjá ársskýrslu

4. Umræður um skýrslur

Í yfirferðinni voru teknir nokkrir punktar sem verða yfirfarnir. Hugsanlega vantar eitthvað meir um aðalfundinn 2016 og yfirferð laga þá. Einnig varðandi niðurlagið að textinn um nemendaverkefnið ætti heima í sér kafla yfir verkefni. Eins væri gaman að fá meira um starfsemi Fjallahjólaklúbbsins og hinna aðildarfélaganna inn í skýrsluna. Líka samstarf við ÍSÍ og fl.

5. Reikningar bornir upp

Reikningar ræddir og samþykktir með fyrirvara um að skoðunarmaður reikninga geri ekki athugasemdir þegar skoðunarmaður skoðar reikningana innan tveggja vikna.

6. Tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna

Engar tillögur lágu fyrir fundinum.

7. Umræður um tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna

8. Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra

Ásbjörn bíður sig fram til formanns. Árni Davíðsson, Morten Lange og Sigurður Grétars sitja áfram enda kosnir til tveggja ára. Aðrir sem bjóða sig fram til stjórnar eru Páll Guðjónsson, Sesselja Traustadóttir, Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Óðinn Snær Ragnarsson.

Framboð til varamanna; Haukur Eggertsson og Katrín Halldórsdóttir.

9. Kjör formanns

Ásbjörn er sjálfkjörinn.

10. Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda

Allir sjálfkjörnir í stjórn og munu skipta með sér verkefnum nema hvað Haukur verður áfram gjaldkeri. Björn Bjarnason tekur hlutverk skoðunarmanns reikninga og Þórður Ingþórsson varaskoðunarmaður.

11. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram

Engin formleg fjárhags- og framkvæmdaáætlun hefur verið unnin.

Hjólum til framtíðar ráðstefnan er fyrirhuguð áfram eins og flest sem lesa má um í Ársskýrslunni.

Hjólatalning við skóla verkefnið heldur áfram og fólk hvatt til að hjálpa til við talningar.

12. Önnur mál

Það þarf að senda erindi á Bjart hvort félagið sé ekki til í að vera aðildarfélag LHM.

Funda með Hjólreiðasambandinu og fleiri aðilum. Reyna að hóa saman aðilum frá öllum hinum hjólfélögunum og auka samstarfið.

13. Fundargerð lesin og samþykkt