Flokkur: Pistlar

Hjólavísar, nýjung á götum Reykjavíkur

hjólavísar Landssamtök hjólreiðamanna og Fjallahjólaklúbburinn hafa beitt sér fyrir því að hjólavísar yrðu málaðir á nokkrar götur til að auka þægindi og öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og nú eru þeir komnir á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og á Einarsnes. Við fögnum þeim ákaflega og vonum að þeim verði vel tekið.

Flokkur: Pistlar

Samtök um jafnræði í samgöngum - 900 aðilar !

Torg með lítið af bílum Í maí 2008 stofnaði Sigrún Helga Lund, hóp á Facebook, ("Smettskinnu"),  sem hún kallaði "Samtök um bíllausan lífsstíl".  Hátt í 900 einstaklingar hafa núna gerst aðilar að hópnum á Facebook.  Markmiðin snúa  frekar að því efla jafnræði samgöngumáta en að rifa bílana burt eða loka borgina . Þjóðþekktir einstaklingar hafa skráð sig í hópnum og mikið er um unga menntamenn, listrænir, verkfræðingar og í raun mjög fjölbreyttur hópur.

 

Flokkur: Pistlar

Gagnasafn með og á móti lögleiðingu reiðhjólahjálma

Til viðbótar efninu sem vísað er á hér fyrir neðan má nefna ítarlegar samantektir um málið í athugasemdum LHM við drög að nýjum umferðarlög 2008 og 2009. Sjá nánar í greinasafni okkar og styttri samantekt í þessari greininni "Um reiðhjólahjálma – skyldunotkun eða frjálst val ?" sem birtist á vef ÍFHK sem er aðildarfélag LHM. -PG

Flokkur: Pistlar

Hjólað í betri borg

Eitt af undrum veraldar, nánast jafn hreint og tært og vatnið og er til á flestum íslenskum heimilum, er hið dásamlega tæki Reiðhjól. Flest erum við alin upp við ágætt aðgengi að hjólinu frá 6 - 7 ára aldri. Sumir jafnvel fyrr. Og frá því snemma á vorin og fram eftir sumri voru hjólin einhvers staðar saman úti á túni á meðan við krakkarnir lékum löggu og bófa og fórum ekki heim fyrr en heyrðist í fyrstu mömmunni á svölunum hrópa: "MATUR!" Þá voru hjólin gripin og húrrast heim og bílarnir stoppuðu og við leiddum hjólin yfir og mörg þeirra sváfu úti yfir nóttina.

Algengt var að hjólin væru í sæmilegu standi fram eftir sumri en svo sprakk einn daginn. Þá voru pabbarnir í vinnunni og mömmurnar bráðum líka og það var eiginlega bara hætt að hjóla í staðinn fyrir að fá hjálp við að gera við dekkið. Mennirnir á planinu á BP áttu ventil en þeir voru ekkert að hjálpa til við sprungið dekk. Synd. Þeir hefðu átt að vera orðnir vinir hjólabarnanna fyrir langa löngu og vera manna flinkastir við að bæta slöngur og taka um leið í bremsurnar og sjá hvort þær væru í lagi. Þá hefðu hjólin sjálfsagt ekki endað svona snemmsumars aftur í hjólageymslunni.      

Flokkur: Pistlar

Hjólafærni - Hvert stefnum við?

Hjólafærni – hvað er nú það?

Hjólafærni er skilgreind sem hugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum, allt frá 7 ára aldri og uppúr.
Við miðum við þrjú þrep í Hjólafærni:
1. Að læra að stjórna hjólinu.
2. Eldri en 9 ára geta nýtt sér markvissa kennslu á hjól og umferðina..
3. Frá 15 ára aldri: að hjóla af öryggi við flestar aðstæður sem umferðin býður upp á.