Flokkur: Pistlar

Hjólastæði fyrir Reykjavíkurborg - hjólagrindur

Hér má sjá þann hönnunarstaðal sem Reykjavíkurborg hefur að mestu stuðst við frá 2001. Eins og sjá má höfðu bæði Fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna áhrif á endanlegu útkomuna. Enda var útkoman nokkuð sem mikil sátt hefur ríkt um.

 

Meira
Flokkur: Pistlar

Hjólreiðar forða fimm dauðsföllum árlega

Innanríkisráðuneytið og Vegagerðin héldu málþing 20. mars 2013 um samgöngumál og almenningssamgöngur. Þar velti m.a. Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti upp í sínu erindi spurningunni „Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún?“. Varðandi hjólreiðar kynnti hann afar athyglisverða útreikninga:

Meira
Flokkur: Pistlar

Fundin reiðhjól á Pinterest

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í ársbyrjun Pinterest síðu með myndum af reiðhjólum og öðrum óskilamunum sem rata í geymslur hennar. Þetta auðveldar fólki verulega að svipast um eftir hjólum og öðru sem glatast og gæti hafa ratað í óskilamunageymslu lögreglunnar.

Meira
Flokkur: Pistlar

Innflutningur reiðhjóla

Í þessum pistli er ætlunin að fjalla um innflutning reiðhjóla. Líka verður fjallað um innflutning fólksbíla og innflutning á rafskutlum og öðrum rafmagnshjólum. Að síðustu verður rætt um verðmæti innflutningsins og meðalverð hjólanna.

Meira
Flokkur: Pistlar

Snjómokstur í Kópavogi

Nýverið kom upp umræða á hópnum Samgönguhjólreiðar á Facebook um snjómokstur í Kópavogi eftir að íbúi þar sendi inn ábendingu til bæjarins. Mbl.is birti síðan frétt um málið. Viðbrögð starfsmanns Kópavogsbæjar sýnir hvað það er brýnt að starfsmenn sveitarfélaga séu fræddir um stefnumál sveitarfélaganna svo þeir starfi í samræmi við þau. Annars geta fordómar allt of oft ráðið för.

Meira
Flokkur: Pistlar

Kort yfir reiðhjólaþjónustu og almenningssamgöngur

Hjólafærni á Íslandi og Hugarflug hafa lokið við 1. útgáfu af reiðhjólaþjónustukorti fyrir Ísland með aðgengilegum upplýsingum um reiðhjólaþjónustu og allar almenningssamgöngur á Íslandi. Kortið er gefið út á ensku og hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.

Meira
Saman á götunum
Flokkur: Pistlar

Saman á götunum

Þessi veggspjöld eru hluti af herferð fyrir auknu umferðaröryggi í Singapore um þessar mundir. Við vorum svo hrifin af þeim að við fengum hönnuðinn Thomas Yang hjá 100copies til að útbúa íslenskar útgáfur fyrir okkur sem við munum nota í okkar eigin umferðarátaki hér á Íslandi.

Meira
Flokkur: Pistlar

Slys hjólreiðamanna skoðuð í samhengi

Í tilefni fréttar RÚV: "Fleiri karlar slasast á reiðhjólum" er vert að setja slys hjólreiðamanna í samhengi við önnur slys.

Í sjónvarpsfréttum RÚV 10. apríl var flutt frétt um niðurstöður rannsóknar á fjölda þeirra sem slasa sig á hjóli og leita til slysadeildar Landspítalans. Þar kom fram að rannsóknin var unnin þannig að leitað var í sjúkraskrá bráðasviðs Landspítalans að öllum sem komið höfðu þangað vegna reiðhjólaslysa á sex ára tímabili frá 2005 - 2010. Þá komu 3.426 vegna reiðhjólaslysa, 500 til 600 á hverju ári. Tæp 70 prósent (68,2%) þeirra voru karlar og rösklega 30 prósent konur (31.8%).

Meira