Tillögur og athugasemdir LHM við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

lhmmerkiVerkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum boðaði til samráðsfundar 27. janúar um mögulegar aðgerðir í samgöngum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tilgangur fundarins var að móta tillögur að beinum aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til, ein eða í samvinnu við aðra aðila.

Meðfylgjandi er fundarboðið og tillögur og athugasemdir Landsamtaka hjólreiðamanna við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem unnar voru í framhaldinu.



Ágæti viðtakandi.

Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum boðar til samráðsfundar um mögulegar aðgerðir í samgöngum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tilgangur fundarins er að móta tillögur að beinum aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til, ein eða í samvinnu við aðra aðila. Fyrir liggja drög að aðgerðaáætlun, sem verkefnisstjórnin kynnti í desember 2009, og fylgja þau hér með. Einnig liggur fyrir almenn stefnumótun stjórnvalda í loftslagsmálum (sjá: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Stefnumorkun_i_loftslagsmalum.pdf) og ítarleg greining sérfræðinganefndar á mögulegum aðgerðum og kostnaði við þær (sjá: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Loftslag.pdf).

Það liggur því fyrir skýr stefna og góð greining á möguleikum og er næsta skref að skilgreina aðgerðir til að draga úr nettólosun og hrinda þeim í framkvæmd. Slíkar aðgerðir geta verið margvíslegar: reglusetning, hagræn stjórntæki, frjálsir samningar, fræðsla o.fl. Markmið verkefnisstjórnar með fundinum sem hér er boðað til er að fá fram tillögur að slíkum aðgerðum og ábendingar um hvernig hægt sé að gera þær sem árangursríkastar. Einkum er leitað svara við eftirfarandi spurningum:
- Hvaða aðgerðir sérð þú fyrir þér sem stjórnvöld geta gripið til í því skyni að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum?
- Endurspegla „lykilaðgerðir" í drögum að aðgerðaáætlun réttar áherslur, eða ættu þær að vera aðrar?

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. janúar nk. í umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík. Til að fundurinn verði sem árangursríkastur er honum skipt í nokkra hluta. Fulltrúum þinna samtaka er boðið að mæta kl. 11:00-11:30.

Vinsamlega tilkynnið um mætingu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Bragadóttir, starfsmaður verkefnisstjórnarinnar, í síma 591-2000 og fyrrgreindu netfangi.

F.h. verkefnisstjórnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum,
Hrafnhildur Bragadóttir


Tillögur og athugasemdir Landsamtaka hjólreiðamanna við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. (pdf)