Athugasemdir LHM við hjólaleið meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut

lhmmerkitext1Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur kynnti LHM tillögur að hjóla- og gönguleið meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut frá Hlemmi að Sæbraut og óskaði eftir athugasemdum.

Samtökin eru hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Þær samræmast stefnu LHM og þeirri vitneskju sem við höfum um leiðir sem hjólreiðamenn velja sér. Þær eru og í samræmi við tillögur að hjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu sem LHM hefur verið að vinna að. Þar heitir ein leiðin „Suðurlandsbraut“ og nær frá Hlemmi að Elliðavogi um 3,8 km leið. Þau verk sem nefnt er í þeirri áætlun að þarf að gera eru að: „Uppfæra stíg , laga gatnamót, tengja“ sem eru þau verk sem hér eru lögð til en auk þess er hér gert ráð fyrir undirgöngum undir Reykjaveg.

Kynningu á framkvæmdinni má sjá hér á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Teikningar - Hjóla- og gönguleið meðfram Suðurlandsbraut og Laugavegi: Hlemmur að Sæbraut. Forhönnun. (Feb. 2012 - Efla) 18,73 MB

Greinargerð - Hjóla- og gönguleið meðfram Suðurlandsbraut og Laugavegi: Hlemmur að Sæbraut. Forhönnun. (feb. 2012 - Efla) 2,25 MB

Athugasemdir LHM eru hér í pdf skjali.