Aðalskipulag Reykjavíkur athugasemdir LHM

LHM gerði  athugasemdir við tillögu að endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030.


Hér er bréf til borgarinnar með umsögn LHM.

Svarbréf Reykjavíkurborgar til LHM er hér.

Hér er sagt frá afgreiðslu nýs aðalskipulags og hér er tekið saman yfirlit yfir athugasemdir gerðar við aðalskipulagið og svör borgarinnar.

Hér að neðan er tekið út svar borgarinnar við athugasemdum LHM:

 

Nr. 193 Landssamtök hjólreiðamanna

Athugasemd: Ýmsar ábendingar við stefnuna um Vistvænar samgöngur og almenn markmið
aðalskipulagsins.

Umsögn: Í athugasemd lýsa Landsamtök hjólreiðamanna yfir ánægju með þá stefnu sem kemur fram í nýju aðalskipulagi og telja að stefnan samræmist vel markmiðum þeirra um að auka aðgengi hjólreiða í víðum skilningi. Í ítarlegri athugasemd er margar gagnlegar ábendingar og athugasemdir sem vert er að hafa til hliðsjónar við loka frágang á texta í kaflanum Vistvænar samgöngur, uppfærslu á umhverfisskýrslu, við gerð aðgerðaráætlunar í framhaldi staðfestingar aðalskipulagsins og við gerð hverfisskipulagsins. Ábendingar leiða þó ekki til efnislegrar breytinga á tillögunni. Kort yfir hjólastíga verður þó yfirfarið með hliðsjón af hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, Hjólaborgin og þess gæta að samræmi sé á milli. Minnt er á að stefna aðalskipulags má ekki voru of bindandi varðandi breytingar á legu einstakra stíga eða flokkun þeirra og er það ástæðan fyrir að hjólastígar eru sýndir óflokkaðir á korti aðalskipulagsins. Tekið er líka fram að hjólreiðaáætlunin Hjólaborgin, sem endurskoðuð er með reglubundnari hætti en aðalskipulagið, sé lögð til grundvallar við framfylgd stefnu um bættar hjólasamgöngur.

Viðbrögð/svar: Leiðir ekki til breytinga á tillögu, en texti um forsendur í kaflanum Vistvæntar samgöngur og í umhverfisskýrsla uppfærður með hliðsjón af ábendingum. Kort er sýnir hjólastíga verður yfirlesið og borið saman við kort í Hjólaborginni.