Hvað er hjólavænn ferðaþjónustuaðili?

Hvað er hjólavænn (bicycle friendly) ferðaþjónustuaðili ? - erindi flutt af Sigrúnu K. Guðrúnardóttur, nema við Háskólann á Hólum.
Erindið fjallar um það hvað þarf til, til þess að ferðaþjónustuaðili geti kallað sig „Hjólavænan“ (bicycle friendly) ferðaþjónustaðila. Er einhver sérstök þjónusta sem þarf að bjóða upp á til þess að mæta þörfum þessa hóps. Erindið er byggt upp á gögnum frá Bretlandi og Þýskalandi um viðmið þeirra landa hvað varðar þessa þjónustu.

Erlendir hjólaferðamenn á Íslandi

Erlendir hjólaferðamenn á Íslandi – erindi flutt af Sigrúnu K. Guðrúnardóttur, nema við Háskólann á Hólum.
Erindið fjallar um könnun sem gerð var á meðal erlendra hjólaferðamanna sem fórum um ísland sumarið 2010. Spurt var almennra upplýsinga um ferðamanninn, um Íslandsferðina, reiðhjólaferðalagið um Ísland, afþreyingu á meðan að á ferð stóð og heimsótta áfangastaði.

Cycle Tourism: Iceland’s time has come

Tom Burnham, Specialist in Rural Tourism
Summary of relevant experience.
1.    2003: analysed the route and co-wrote the ‘Coast and Castles Cycle Guide’; assisted with subsequent revisions
2.    2004: analysed the route and co-wrote the ‘C2C Cycle Guide’; assisted with subsequent revisions
3.    2005: analysed the route and co-wrote the ‘St Cuthbert’s Way Walking Trail’
4.    2006: with other associates, assisted in the establishment and marketing of St Oswald’s Way (walking)
5.    2004-2012: escorted inbound tour operators along all the cycling and walking trails in NE England/S Scotland
6.    2010-12: part of the team establishing a 200km network of cycling and walking trails in the Scottish Borders
7.    2011-12: feasibility study into the conversion of a former railway line into a walking & cycling trail (30km)
8.    And a lot more!

Reiðhjólaferðir fyrir erlenda ferðamenn - Bísness eða hobbý?

Stefán segir frá upphafi Reykjavik Bike Tours 2008, reynslu fyrirtækisins af þjónustu við erlenda ferðamenn, og framtíðarhorfum.

Stefán Helgi Valsson er annar tveggja stofnenda Reykjavik Bike Tours, ferðaþjónustu sem sérhæfir sig í reiðhjólaferðum með faglegri leiðsögn um Reykjavík og nágrenni. Stefán hefur meistarapróf í ferðamálafræði frá Stenden University í Hollandi. Hann hefur starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna frá árinu 1988 og hefur m.a. sinnt kennslu við Leiðsöguskóla Íslands, Ferðamálaskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum.

Hjólabókin

Ómar Smári Kristinsson, höfundur Hjólabókarinnar, er myndlistarmenntaður teiknari með hjólabakteríu.

Smári segir frá því hvað varð til þess að hann skrifaði Hjólabókina. Hann ræðir um hin nánu tengsl á milli hvatarinnar að verkinu og hugmyndafræði þess. Hann útskýrir val sitt á efnistökum og útlistar hvernig hann kemur efninu til skila til lesandans. Þar verður ljósinu sérstaklega beint að praktískum upplýsingum bókarinnar, svo sem hvernig bratti hjólaleiða er sýndur. Loks segir Smári frá framtíðaráformum varðandi Hjólabókina, en sú sem komin er út er aðeins sú fyrsta af mörgum. Um áhrif bókarinnar á samfélagið getur Smári lítið sagt, en hann veltir því þó fyrir sér.

Hjólastígur umhverfis Mývatn

Í erindinu verður sagt frá verkefni sem VSÓ Ráðgjöf hefur tekið saman fyrir aðalskipulag Skútustaðahrepps um hjólaleið umhverfis Mývatn. Greint verður frá hvernig leiðin var teiknuð upp og skilgreind með hagsmunaaðilum.  Farið verður yfir helstu þætti í tillögunni og greint frá forsendum, skipulagsviðmiðum og öryggissjónarmiðum í tengslum við verkefnið. Hugmynd um hjólastíg umhverfis Mývatn er ekki ný og þó hún hljómi nokkuð einföld er nauðsynlegt að huga vel að undirbúningi og öllu skipulagi til að veita áhugaverða örugga upplifun sem hægt er að markaðssetja.


Það má gera ráð fyrir að þeim verkefnum fari fjölgandi sem sveitarfélög og Vegagerð þurfa að sinna varðandi uppbyggingu öruggra og greiðra leiða fyrir hjólreiðafólk.  Það módel  og sú hugmyndavinna sem var sett saman í þessu verkefni á að geta nýst í skipulagi hjólastíga í dreifbýli fyrir fleiri sveitarfélög.

Fríða Björg Eðvarðsdóttir starfar sem landslagsarkitekt hjá VSÓ Ráðgjöf.  Fríða lauk námi í skrúðgarðyrkju frá Garðyrkjuskóla ríkisins i og landslagsarkitektanámi frá háskólanum Guelph í Kanada. Fríða hefur áratuga reynslu af skipulagsmálum sveitarfélaga og spannar starfsferill hennar bæði ráðgjöf hjá opinberum aðilum og í einkageiranum.  Jafnframt störfum sem landslagsarkitekt hefur Fríða lokið leiðsögunámi  og unnið við ferðaþjónustu. Hjá VSÓ Ráðgjöf hefur Fríða sinnt verkefnum í skipulagsgerð, landslagsmótun og unnið að hugmyndum og módeli við greiningu  og skipulag ferðamannavega.

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi, málþing

Hátt í 100 manns tóku þátt í velheppnuðu málþingi um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku á Íslandi, þar af fylgdust um 30 með vefútsendingu. Fjallað var m.a. um hver staðan er á Íslandi og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri. Dagskrána má sjá neðar á síðunni ásamt myndböndum og glærum og einnig eru hljóðupptökur í betri gæðum neðst.

Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið eða koma hugmyndum á framfæri geta sett sig í samband við Sesselju Traustadóttur (hjolafaerni(hja)hjolafaerni.is) verkefnastjóra þess.