Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá Eflu

Sumarið 2013 vann EFLA í samvinnu við Nýsköpunarsjóð námsmanna verkefnið " Hjólaleiðir á Íslandi" markmiðið var að koma Íslandi á kort EuroVelo sem er samevrópskt hjólreiðanet. Með mikilli elju og hjálp frá fólki úr öllum áttum er Ísland komið inn á kort EuroVelo enda mikil tækifæri í ferðahjólamennsku hér á landi. En hvað svo?

Höfundar verkefnisins sáu fljótt að það skortir alla stefnumörkun um hjólreiðar á landsvísu og sótt var um rannsóknarstyrk hjá Vegagerðinni fyrir verkefninu "Staða hjólreiða á landsvísu,  aðferðarfræði og ávinningur stefnumótunar". Í verkefninu er skoðað hvernig staða hjólreiða er á Íslandi í gegnum skipulagsáætlanir og svæðisbundin verkefni ásamt því að rýna í stefnur og áætlanir Skota og Norðmanna.

Glærur: PDF

Til baka á dagskrá ráðstefnu