Hjólum með börnin

Hvenær má byrja að hjóla með ungabörn? Hvernig er best að búa að þeim á hjólinu? Er betra að láta börn hjóla sjálf eða festa hjól þeirra við hjól fullorðins með armi? Þessar spurningar og margar aðrar er fjallað um í nýjum bækling um hjólreiðar fyrir fjölskyldufólk sem samgönguyfirvöld í Portland borg gáfu út.

Bæklingnum er ætlað að fjalla um hjólreiðar með börum á öllum aldri, allt frá því að hjóla ólétt, hjóla með ung börn og þar til kemur að því að hjóla í skólann og þegar kemur að því að leyfa börnum að hjóla sjálf.

Abra McNair sem skrifaði stóran hluta bæklingsins er starfsmaður samgönguyfirvalda í Portland og segir útgáfuna svar borgarinnar við vaxandi áhuga almennings á hjólreiðum. Margir viti ekki af þeim valkostum sem í boði eru og aðrir þurfi staðfestingu á því hvað teljist gott og öruggt.

Bæklinginn má nálgast hér:

Portland‘s Family Biking Guide. A how-to manual for all stages of family biking.

http://bikeportland.org/2014/07/23/pbots-new-guide-takes-gueswork-family-biking-109203

Hún segir bæklinginn að hluta sniðinn að svipuðum bækling sem hjólasamtök í San Fransicoborg gáfu út og er enn ýtarlegri. Hann má nálgast hér:

San Fransico Bicicle Coalitions‘s Family Biking Guide, A how-to manual for all stages of family biking.

http://www.sfbike.org/our-work/youth-family/