Reiðhjólalæknir ástandsskoðar fákana

Dr. BÆKEnginn annar en dr. Bæk var mættur við Norræna húsið í gær í tilefni af degi umhverfisins. Þar bauð hann fólki upp á þá þjónustu að skoða og votta reiðhjólin. Margir notfærðu sér þetta einstaka tækifæri til að láta hjólalækni líta á gripi sína og ástandsskoða, enda eins gott að allt sé í lagi þegar brunað er á hjóli um stræti borgarinnar.

 

Hjólandi vegfarendum hefur fjölgað mjög í borginni og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar með hækkandi sól og hlýnandi veðri.

Heilmikið má spara í útgjöldum heimilisins með því að hjóla á milli staða frekar en að aka á bifreið, því bensín- og olíuverð hefur hækkað mjög undanfarið.

Morgunblaðið 26 apríl 2010