Fjallahjólreiðakeppni á Vestfjörðum - myndband

0709_1654_30_11Vesturgatan - fjallahjólreiðakeppni Höfrungs fysta alvöru fjallahjólreiðakeppnin á Vestfjörðum, var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 17. júlí 2010.    Rásmark var við sundlaugina á Þingeyri og var hjólað saman á eftir leiðsögubíl á malbiki að flugvellinum (2 km) þar sem keppnin var gefin frjáls. Leið liggur í gegnum bæjarhlaðið á Kirkjubóli, upp Kirkjubólsdal og yfir Kvennaskarð, tæplega 600 m hækkun, og niður Fossdal niður að sjó (Stapadal í Arnarfirði), fyrir Sléttanes og þaðan eftir ýtuvegi Elísar Kjaran inn Dýrafjörð, (um 28 km á grófum malarvegi, sand- og grjótfjöru) inn að flugvellinum og frá flugvellinum um 2 km á malbiki inn á Þingeyri. Mark var við sundlaugina á Þingeyri. Heildarlengd er rúmlega 55 km og heildarhækkun 1.080 m.

37 keppendur, þar af 9 konur, voru ræstir kl. 10, í sannkallaðri rjómablíðu í Dýrafirði.  Eftir að keppnin hafði verið gefin frjáls þá tóku fljótlega 8 hjólreiðamenn forystu, en síðan teygðist fljótlega á hópnum þegar klifrið hófst í botni Kirkjubólsdals og upp í Kvennaskarð.  Davíð Þór Sigurðsson náði þá forystunni og hélt henni alla leið og kom í mark á tímanum 2:45:34.  Fljótlega á eftir honum komu Arnaldur Hilmisson (2:57:54) og Hlynur Stefánsson(2:59:15), en þeir þrír kláruðu allir á undir 3 klukkutímum.  Þeir eru allir frá Reykjavík.  Fyrsta konan var Urður Skúladóttir, frá Þingeyri, á tímanum 3:36:55.  Önnur var Helga Thors, Reykjavík, á tímanum 3:38:13 og þriðja var Þóra Björg Magnúsdóttir á tímanum 3:46:35.

Til að skoða úrslit smella hér

Myndband: http://www.youtube.com/watch?v=macGI-o-rTY

 


Frétt af hfr.is