Bílastæði kostar að lágmarki þrjúhundruð þúsund krónur

sigrún helga lundSigrún Helga Lund stærðfræðingur og stofnandi samtaka um bíllausan lífsstíl segir Íslendinga vana niðurgreiðslu á einkabílnum og því líti samfélagið oft framhjá kostnaðinum. „Klárlega er verið að niðurgreiða einkabílinn. Það er útlagður kostnaður og einhver þarf að borga hann. Hver bíll nýtir sér að lágmarki þrjú stæði í eigu annarra. Ef við metum kostnaðinn á hvert stæði sem 10.000 krónur en það er mjög hóflegt og mun minna en raunverulegur kostnaður þá er samfélagið að greiða 360.000 krónur árlega á hvern bíl.“

Þorsteinn Hermannsson samgönguverkfræðingur hjá Mannviti vann Sigrunhelgalundskýrslu fyrir Reykjavíkurborg árið 2006. Hann segir framkvæmdakostnað við hvert stæði vera allt frá þrúhundruð þúsund krónum upp í rúmlega fjórar milljónir króna. „Það á bara við um framkvæmdina, verðmæti lands er ekki þarna inni. Almennt er talað um að hver bíll kalli á þrjú til fimm stæði. Undir hvern bíl erum við að taka 75 til 125 fermetra af landrými.“ Niðurgrafin bílastæðahús eru langsamlega dýrust. Lögleg stæði eru að lágmarki 15 fermetra. Þorstenn segist ekki viss um hvort hann telji einkabílinn niðurgreiddan. „Það er ljóst að þeir sem aka fá meira en þeir sem aka ekki.“

Bæði segja þau umræðu um þessi mál vera á lágu plani. „Við erum bara svo vön ókeypis stæðum að við sjáum kostnaðinn ekki. Nú er krafa gerð um að Háskóli Íslands skeri mikið niður og á meðan verið er að leggja niður námskeið og niðurskurður er að koma niður á náminu þá eru bílastæði frí fyrir nemendur og kennara. Það er varla hlutverk háskólans að borga stæði fyrir þá sem kjósa að nýta sér einkabíl. Það var því meira en lítið skondið þegar Stúdentaráð mótmælti hugmyndum um gjaldtöku fyrir bílastæði við skólann. Ég skil ekki að hagsmunum nemenda sé betur borgið með fríum bílastæðum á kostnað námsvals,“ segir Sigrún. Þorsteinn segir umræðuna vera að breytast. „Kannski er kreppan ástæða þess að fólki er meira umhugað um þessi mál. Verðmætamatið hefur breyst nú þegar ekki er allt vaðandi í peningum og þetta nýtur ekki sama forgangs og það gerði.“

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Frétt á Smugunni 3. des. 2010

thorsteinn Hermansson