Hjólreiðagarpar sem greiða úr skuldum

Í Fréttablaðinu þann 19. febrúar er sagt frá nokkrum hressum vinnufélögum á ýmsum aldri, sem hjóla úr og í vinnu flesta daga ársins. Það eru Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara.

Frásögnina má lesa hér á Vísi en Daníel Freyr Bjarnason blaðamaður skrifar.


Sífellt fleiri sögur birtast af fólki sem hjólar lengri eða styttri leiðir í og úr vinnu og sumir njóta líka samvista utan vinnutímans í góðra vina hóp og hjóla saman. Það er enda í takt við að sífellt fleiri uppgötva þennan skemmtilega ferðamáta og það frelsi og þá bættu heilsu sem honum fylgir.