
Nú þegar bensínverð er orðið svo hátt sem raun ber vitni, er ein leið Frónbúa til að spara aurinn í fjárútlátum heimilisins, að nota einkabílinn minna en fara þess í stað um á reiðhjóli.
Það er bæði heilsusamlegt og hressandi að hjóla á milli staða og ekki þarf að kaupa bensín á hjólafákinn. En vönduð dekk geta verið dýr og því er margt reiðhjólafólkið orðið langþreytt á hvössum steinflísum sem eru í sandi þeim sem borinn er á hjólreiða- og göngustíga vegna hálku.
Þessar flísar bora sér leið inn í dekkin og sprengja þau. Hjólreiðafólk tók fyrst eftir þessum steinflísum fyrir um þremur árum.
Morgunblaðið: 2.2.2010
Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu og á vef HFR þaðan sem fréttin er upprunin.
Mynd: Albert Jakobsson