Hjólaborgin Reykjavík - Könnun á hjólaleiðum almennings

hjolakonnunTæplega níuhundruð ábendingar bárust í hjólakönnun Reykjavíkurborgar sem opnuð var í tilefni af átakinu „Hjólað í vinnuna“ í maí. 80% þeirra sem tóku þátt telja hjólaleið sína til og frá vinnu eða skóla vera örugga, 7% telja hana óörugga og 13% voru á báðum áttum. 85% svarenda voru karlar og 15 konur, þá voru 65% svarenda á aldursbilinu 25-44 ára.

Um það bil 500 manns svöruðu könnuninni en markmið hennar er að safna gögnum um hjólaleiðir í borginni til að bæta þær. Upplýsingarnar nýtast við að fækka vástöðum og fylgja eftir hjólareiðaáætlun Reykjavíkurborgar en vefurinn er byggður á borgarvefsjá.

Könnunin verður opin í sumar og því getur hjólreiðafólk áfram sent ábendingar um úrbætur til Reykjavíkurborgar. Ennfremur er hægt að mæla vegalendir og sækja hjólaferil í GPX skrá fyrir GPS tæki.

Með því að taka þátt í könnuninni getur þá átt þátt í að bæta aðgengi og upplifun hjólreiðafólks.
Merktu inn þína leið ásamt vástöðum og upplýsingarnar munu nýtast við að skipuleggja Hjólaborgina Reykjavík.

Hjólakönnun


Frétt av vef Reykjavíkurborgar 3. júní 2011