Stígur 2 - Reykjavíkurhringur 21 km

reykjavikurhringur leið tvöÞetta er leiðin umhverfis Reykjavík vestan Elliðaáa og liggur meðfram Sæbraut, Geirs- og Mýrargötu, Ánanaust, Eiðisgranda, Ægissíðu og um Skerjafjörð og Fosvogsdal. Þetta er fjölfarnasti útivistarstígur landsins og eru stígar og aðbúnaður víðast hvar til mikillar fyrirmyndar. Leiðin er rúmlega 21 km og liggur að mestu meðfram strandlengjunni.

Þessa leið er tilvalið að lengja um 5,2 km með því að bæta hjólastíg 10 Seltjarnarneshring við.