Flottar töskur á hjólið

042091Það er mikið úrval af vönduðum flottum hjólatöskum í boði undir vörumerkinu Fastrider. Þær eru framleiddar af hollensku fyrirtæki sem er leiðandi á hjólatöskumarkaðnum í Hollandi.

Nýjasta línan fékk nýlega hönnunarverðlaun fyrir hugvitsamlegar festingar sem hægt er að læsa við bögglaberann en breytast í handfang þegar töskurnar eru losaðar. Allar þessar töskur eru með festingar fyrir hjól og hannaðar fyrir mismunandi not. Sumar eru fyrir innkaup, aðrar fyrir ferðatölvur og annað sem tilheyrir skrifstofunni. Eina tegundina er hægt að draga á eftir sér eins og "flugfreyjutösku". Það eru jafnvel töskur á barnahjól í boði. Einnig rauðar sterkar töskur eins og við þekkjum hér.

Hér eru örfá sýnishorn en úrvalið má skoða á vef framleiðandans. http://www.fastrider.nl/eng/index.html

Hér er líka frétt um 2010 línuna hjá þeim þar sem kemur fram að þeir áforma að auka söluna í Evrópu svo hver veit nema þessar töskur rati í íslenskar hjólaverslanir? http://www.bike-eu.com/products/4249/bags-baskets-innovations-at-benelux-market-leader-fast-rider.html

Bæklingur með 2010 vörulínunni: http://www.fastrider.nl/downloads/FastRider_2010_EN.pdf