Finnur Sveinsson - Hjólabætum Ísland

Finnur Sveinsson fjallar um verkefnið Hjólabætum Ísland sem nokkur fyrirtæki komu að s.s. Hjólafærni, Landsvirkjun, Vörður, Vínbúðin, TRI, Rio Tinto Alcan, Reykjavíkur-borg og Landsbankinn ásamt fleirum s.s FÍB, ökukennarar, lögreglan o.s.frv.

Í vinnustofu voru 30 hugmyndir ræddar og ákveðið að setja fjórar í framkvæmd sem allar byggðu á jákvæðum skilaboðum:

Dorthe Pedersen - Hjólað óháð aldri

Það hafa allir gott af útiveru og mannlegum samskiptum en þegar maður þarf að flytja á öldrunarheimili er hætt við einangrun og tilbreytingaleysi því þótt hugað sé að helstu læknisfræðilegu þörfum á slíkum stofnunum þá minnkar tilvera vistmanna oft verulega.

Í þessu einstaka verkefni hefur verið þróuð leið til að útvíkka sjóndeildarhringinn og tengja bæði kynslóðir og fólk innan hverfisins með því að virkja sjálfboðaliða til að fara reglulega með vistmenn í hjólatúra. Dorthe Pedersen lýsir í þessu yndislega erindi hvernig þetta verkefni spratt upp af sjálfu sér.