Ferðast til framtíðar - Jón Gunnar Jónsson

Tilgangur Samgöngustofu er að stuðla að öruggum samgöngum.  Í erindinu er lögð áhersla á mikilvægi tillitssemi í umferðinni og öruggra aðstæðna fyrir alla vegfarendur.  Þá er einnig rætt mikilvægi þess að reglur séu skýrar og farið sé eftir þeim.  Farið er yfir verkefni Samgöngustofu til að sinna hlutverki sínu.

Frelsi, jafnrétti og bræðralag – Búum til borg - Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir

Margt hefur áunnist á undanförnum árum í því að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda á Íslandi. Í erindinu verður fyrst og fremst horft fram á veginn en þó ekki án þess að líta aðeins í baksýnisspegilinn. Til þess að val um ferðamáta sé raunverulegt þurfa valkostirnir að vera raunhæfir. Baráttunni fyrir bættum aðstæðum til hjólreiða svipar um margt til jafnréttisbaráttu kynjanna. Það að jafna aðstöðumun mismunandi ferðamáta er ekki bara spurning jafnrétti og frelsi heldur er það einnig mikilvægur þáttur í að stuðla að bættri heilsu þjóðarinnar og leið til að að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum.

Hönnunarleiðbeiningarnar - LOKSINS!! - Ragnar Gauti Hauksson

Samtök Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin vinna að því að gefa út sameiginlegar hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar. Þær byggja á fyrrum leiðbeiningar Reykjavíkurborgar og voru gefnar út sem drög í fyrra. Síðan þá hafa hönnuðir og hagsmunaaðilar skilað inn athugasemdum og búið er að taka tillit til þeirra. Einnig er búið að uppfæra leiðbeiningarnar út frá nýju umferðarlögunum sem voru samþykkt á alþingi í sumar. Vinnan við hönnunarleiðbeiningarnar er nú á lokametrunum og verða þær fljótlega gefnar út.

Geta rafmagnshjól breytt ferðavenjum - Kristinn Jón Eysteinsson

Geta rafmagnshjól breytt ferðavenjum – Tilraun með útlán á rafmagnshjólum hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg hefur árið 2018 og 2019 staðið fyrir tilraunaverkefni með útláni á rafmagns reiðhjólum til almennings á tímabilinu maí – október. Tilgangur verkefnisins er að meta hversu mikil áhrif rafmagnsreiðhjól geta haft á ferðavenjur einstaklinga sem að jafnaði hafa notað einkabil sem sinn aðalferðamáta til og frá vinnu. Sagt er frá mjög áhugaverðum niðurstöðum verkefnisins 2018 sem byggir á könnunum þátttakenda í verkefninu. Kannanir sem voru framkvæmdar fyrir þátttöku, á meðan þátttöku stendur og nokkrum vikum eftir þátttöku.

Líkan fyrir hjólandi umferð - Grétar Mar Hreggviðsson

VSÓ Ráðgjöf hefur frá árinu 2005 þróað umferðarlíkan fyrir höfuðborgarsvæðið. Líkanið hefur verið notað við gerð flestra stærri skipulagsáætlana á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrstu var einungis um bílalíkan að ræða en líkanið hefur verið þróað og útfært á ýmsan hátt; m.a. með líkani fyrir þungaumferð, líkani fyrir umferð á þjóðvegum landsins (landslíkan), háannatímalíkani. Auk þess hefur talsvert verið lagt í þróun líkans fyrir almenningssamgöngur. Í þeim tilgangi að þróa líkanið enn frekar í átt að fjölferðamátalíkani (e. multi-modal) var fyrir nokkrum árum hafist handa við þróun líkans fyrir hjólandi umferð – hjólalíkans.

Dutch vision on cycle centred mobility that can be used everywhere - Hans Voerknecht

The Netherlands is moving more and more towards a cycle centred urban mobility. Car traffic is becoming too damaging to urban life: Air quality, quality of life, too much space consuming, safety, noise. Most cities experience a quantity of cars that is way beyond the carrying capacity of the city. The Netherlands are accelerating the efforts towards a society where the bicycle will be the main mode for urban transport. Government and a lot of private companies join forces in the Tour de Force. Mobility as a Service and Park + Bike play a central role in these developments. Recent studies show that investing in bicycle and public transport are way more effective in improving urban accessibility than investing in car infrastructure.

Hjólum til framtíðar 2019 - Dagskrá

Hjólum til framtíðar 2019 – og göngum'etta

Dagskrá (með fyrirvara um smávægilegar breytingar):

10:00    Setning
             Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, býður gesti velkomna

10:10    Dutch vision on cycle centred mobility that can be used everywhere
             Hans Voerknecht, Mobility strategist for MOVE Mobility in Deventer, the Netherlands

10:45    Frelsi, jafnrétti og bræðralag – Búum til borg
             Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Reykjavíkurborg

11:00    Hönnunarleiðbeiningarnar - LOKSINS!!
             Ragnar Gauti Hauksson, Efla verkfræðistofa

11:07    Notkun stofnstíga hjólreiða
             Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir,  Efla verkfræðistofa

11:20    Líkan fyrir hjólandi umferð
             Grétar Mar Hreggviðsson, VSÓ ráðgjöf

11:30    Samgönguspor
             Daði Baldur Ottósson, Efla verkfræðistofa

11:40    Geta rafmagnshjól breytt ferðavenjum – Tilraun með útlán á rafmagnshjólum hjá Reykjavíkurborg
             Kristinn Jón Eysteinsson, Reykjavíkurborg

11:50    Að byggja fyrir bíllausan lífsstíl
             Magnús Jensson, Byggingasamtökin Miðgarður

12:00    Hádegishlé – veitingar í Hönnunarsafni Íslands

13:00    Ávarp forsætisráðherra – Katrín Jakobsdóttir

13:10    A Step Forwards for Icelands Mobility
             Jim Walker stofnandi Walk21 Foundation

13:50    Örflæði: Létt farartæki fyrir stuttar ferðir
             Jökull Sólberg Auðunsson, Parallel ráðgjöf

14:00    Sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu; lof og lausnir
             Fulltrúar stjórnar LHM  

14:40    Ferðast til framtíðar
             Jón Gunnar Jónsson, Forstjóri Samgöngustofu

14:50    Afhending hjólaskálarinnar - Hjólavottun vinnustaða
             Árni Davíðsson formaður LHM og Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni

15:00    Pallborð -  10 ár liðin, hvað nú og hvert næst?  
             Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags og samgönguráðs Reykjavíkur,
             Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu,
             Jökull Sólberg ráðgjafi,
             Magnús Jensson arkitekt og
             Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG og fulltrúi í skipulags- og umhverfisnefnd Alþingis

15:40    Ekki bíl – Diddú og Hjólabandið taka nokkur vel valin lög í tilefni dagsins

15:55    Samantekt og ráðstefnuslit

16:00    Léttar veitingar í Sveinatungu

Fundarstjórar:
             Jóna Sæmundsdóttir formaður umhverfisnefndar Garðabæjar (fyrir hádegi)
             Pawel Bartozek forseti borgarstjórnar Reykjavíkur (eftir hádegi)