Dagskrá laugardagsferða vorið 2020

 

Hjólaferðir LHM frá Hlemmi verða farnar á laugardagsmorgnum í vetur nú sem endranær. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Farið er annan hvern laugardag. 

Fyrsta ferðin eftur áramót verður farinn laugardaginn 11. janúar. Síðan verður farið annan hvern laugardag fram til 18. apríl, sem er síðasta ferð vetrarins. Dagskráin í ferðum fyrir áramót er hér . Mæting er milli 10:00 og 10:15 og er hjólað af stað kl. 10:15. Sem fyrr segir verður lagt af stað frá Hlemmi en upplýsingar birtast á Facebook síðu LHM: Landssamtök hjólreiðamanna (https://www.facebook.com/LandssamtokHjolreidamanna/).
 
Dagskrá ferðanna:
  • 11. janúar - Hjólað um miðborgina
     Í fyrstu ferðinni eftir áramót ætlum við að hjóla um miðborgina og sjá hvernig hún er að þróast fyrir þá sem hjóla. Hjólað verður í um einn og hálfan tíma og stoppað nokkuð víða.
  • 25. janúar - Nöfn á lykilstígum
    Í ferðinni ætlum við að hjóla eftir nokkrum stígum sem nýlega fengu nöfn í Reykjavík. Mánaleið, Sólarleið og Bæjarleið. 
  • 8. febrúar - Fyrsti áfangi fyrirhugaðrar Borgarlínu
    Í ferðinni ætlum við að hjóla í legu fyrsta áfanga fyrirhugaðrar Borgarlínu. Hjólað verður frá Hlemmi í Hamraborg.
  • 22. febrúar - Fyrsti áfangi fyrirhugaðarar Borgarlínu
    Í ferðinni ætlum við að hjóla í legu fyrsta áfanga fyrirhugaðrar Borgarlínu frá Hlemmi í Ártún.
  • 7. mars - Samgönguhjólreiðar á götum
    Vegna veðurspár e ákveðið að fara þangað sem veðrið ber okkur eftir götum borgarinnar. Vegna verkfalls eru stígar ekki ruddir.
  • 21. mars - Útivistarstígar Grótta
     
    Covid veiran hefur áhrif og 2 m fjarlægð haldið á útivistarstígum.
  • 4. apríl - Útivistarstígar í Smáralind.
    Í Smáralind er nýbúið að setja upp betri hjólastæði sem við ætlum að skoða. Vegna Covid verður kaffið í Smáralindinni með 2m reglunni.
  • 18. apríl - Níu brúa sýn í Eyjaálfu.
    Í síðustu ferð vetrarins ætlum við að hjóla yfir þær göngu- og hjólabrýr sem hafa verið reistar undanfarna áratugi yfir götur á Stór-Seltjarnarnesinu frá Elliðaánum að Fossvogi. Þessar brýr greiða för en það að þurfi að reisa þær er líka sjúkdómseinkenni því stofnbrautirnar skera borgina niður í Eyjaálfu þar sem ferð gangandi og hjólandi er tálmuð með stórfljótum stofnbrautanna. Á tímum Covid veirunnar er gott að skoða þessar brýr því umferðin er mun minni en venjulega. 

Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borg og bý eftir rólegum götum og stígum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í bænum. Mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.

Ferðirnar eru ókeypis og allir velkomnir. Allir sem kunna að hjóla eiga að geta tekið þátt. Meðalhraði fer eftir hægasta manni en ætti oftast að vera á bilinu 10-20 km/klst. Þegar vetrar og dimmir þarf að gera ráð fyrir hlýjum og skjólgóðum fatnaði og að hafa ljós að framan og aftan. Í hálku er öryggi í nagladekkjum á hjólinu. Auðvelt er að taka strætó á Hlemm og aðra upphafsstaði með hjólið á laugardögum, áætlun strætó er á www.straeto.is.
Fyrirvari er um að menn hjóla á eigin ábyrgð að öllu leyti.
 
Ef menn vilja bæta öryggi sitt á hjólinu og fá kennslu í samgönguhjólreiðum er hægt að óska eftir kennslu á öðrum tímum. Hjólaafærni veitir margháttaða þjónustu sem hægt er að kynna sér á vefnum www.hjolafaerni.is eða með því að hringja.
 
Frekari upplýsingar má fá í síma eða í tölvupósti og sömuleiðis má láta vita af þátttöku í laugardagsferð.
 
Árni Davíðsson
s. 862 9247
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Sesselja Traustadóttir
s: 864 2776
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kort af lituðum lykileiðum.