Aðalfundur 2016

Aðalfundur LHM 2016

16. febrúar 2016, kl. 20:00, í húsnæði ÍSÍ Engjaveg 6, 3. hæð.

 

1.      Kjör fundarstjóra og fundarritara

Ragnar F. Valson kosinn fundarstjóri

Páll Guðjónsson kosinn fundarritari

 

2.      Ársskýrsla stjórnar

Ásbjörn fór yfir veglega ársskýrslu LHM. Ársskýrslan er aðgengileg á heimasíðu lhm.is

Við hana má bæta að þær umsagnir og samstarf sem talið er upp þar er ekki tæmandi listi því ýmsar umsagnir og verkefni eru unnin í trúnaði þegar við komum t.d. að málum á frumstigi og ekki er unnt að birta fylgigögn opinberlega. Þetta hefur gengið afar vel og verkefnin oft tekið nýja og betri stefnu en lagt var upp með.

 

3.      Skýrslur nefnda

Ársskýrslan fer einnig yfir starf nefnda LHM.

 

4.      Umræður um skýrslur

Þyrfti að aðgreina betur LHM og Hjólreiðasambandið sem sér um skipulag hjólreiðakeppna?

Umsagnarnefnd hefur svolítið þurft að elta uppi framkvæmdir til að koma sjónarmiðum hjólandi að og kannski þarf að vera virkari í því á næstunni. Það getur skilað betri árangri ef sjónarmið hjólandi koma sem fyrst að í hönnunarferlinu.

 

5.      Reikningar bornir upp

Nokkrar athugasemdir komu fram og gjaldkeri lagfærði viðkomandi atriði á staðnum.

Reikningar samþykktir með fyrirvara um samþykki skoðunarkonu reikninga. Samþykki hún þá ekki verður að boða til aukaaðalfundar.

 

6.      Tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna - Sjá lagabreytingatillögur fyrir neðan.

Morten gerði grein fyrir tillögum sínum.

 

7.      Umræður um tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna

Umræður um lagabreytingatillögur. Breytingar á tveim greinum samþykktar með breytingum frá upphaflegu tillögunum.

 

3. grein verður:

Landssamtök hjólreiðamanna  vinna að því að efla hjólreiðar á Íslandi.

Samtökin vilja útbreiða og efla hjólreiðar sem samgöngumáta, ferðamáta, heilsusamlegan lífsmáta, og sem fjölskylduvæna almenningsíþrótt og keppnisíþrótt. Samtökin beita sér af því tilefni fyrir margvíslegu starfi beint að yfirvöldum, félagasamtökum, vinnustöðum og einstaklingum, og standa fyrir hverskonar fræðslu- og kynningarstarfsemi í samstarfi við yfirvöld, félög og áhugafólk á öllum aldri. LHM eru regnhlífasamtök og hjá aðildarfélögum fer fram margvíslegt og mikilvægt starf.

 

Í 4. grein kemur eftirfarandi breyting

4 – 8 stjórnarmenn eru kosnir til eins árs. Stjórnin skiptir með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Kjósa skal 1-2 varastjórnarmenn til eins árs.

 

Hjólreiðafélag Akureyrar óskar eftir að verða fullgilt félag innan LHM.
Samþykkt einróma með öllum atkvæðum.

 

8.      Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra - Sjá tillögur kjörnefndar fyrir neðan

Ásbjörn býður sig fram til formanns.

Sesselja kynnti tillögur kjörnefndar. Haraldur og Sigurður eru tilbúnir til að vera í stjórn en Haukur vill vera í varastjórn.

Sesselja breytir tillögu kjörnefndar: Haukur og Sigurður í stjórn og Haraldur í varastjórn.

Árni lýsir yfir að hann sjái ekki annmarka á að Haukur starfi sem gjaldkeri þó hann sé í varastjórn. Ásbjörn tekur undir.

 

9.      Kjör formanns

Ásbjörn Ólafsson sjálfkjörinn

 

10.Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda

Páll og Sesselja voru kosin til tveggja ára í fyrra og sitja því áfram í stjórn næsta árið.

 

Árni Davíðsson, ÍFHK.

Morten Lange, ÍFHK.

Haraldur Karlsson. Utan félaga?

Sigurður M. Grétarsson, ÍFHK.

Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, HFR

Vilberg Helgason, Hjólreiðafélagi Akureyrar.

 

Varastjórn

Haukur Eggertsson, Hjólamenn.

 

Félagslegur skoðunarmaður reikninga:

Hrönn Harðardóttir, ÍFHK.

Finnur Sveinsson, Bjartur, varaskoðunarmaður reikninga.

11.Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram

Engin áætlun til fyrir LHM.

Þó er til fjárhagsáætlun fyrir Leadership program sem verður líklega lögð fyrir á næsta stjórnarfundi.

Árni mæltist til þess að stjórn vinni fjárhags og framkvæmdaáætlun fyrir fyrsta fund nýrrar stjórnar.

12.Önnur mál

Mögulega verður fyrirlestur frá íslendingi í Svíþjóð sem hefur rannsakað slys á stígum. Kannski er áhugi á að taka hann upp og hafa upptöku á LHM.is

Fjallahjólabandalagið hefur áhuga á að móta umgengisreglur á stígum og stuðla að uppbyggingu hjólastíga. Að vera bakhjarl lítilla hópa s.s. þeirra sem starfa við slíkt sem og byggja upp svæðið við Mógilsá í samvinnu við Skógrækt Reykjavíkur. 30 greinar eru væntanlegar í erlendum tímaritum. Anna Kristín Ásbjörnsdóttir.

Berglind Hallgrímsdóttir sótti um rannsóknarstyrk hjá Vegagerðinni til að rannsaka slys og öryggisumgjörð hjólreiðakeppna. Spurning um að fá að senda spurningalista á póstlista?

 

 

13. Fundargerð lesin og samþykkt