Borgarlína - verklýsing svæðis- og aðalskipulags

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögu að Borgarlínu, verklýsingu svæðisskipulagsbreytingar og aðalskipulagsbreytinga vegna staðsetningar Borgarlínu, helstu stöðva og skilgreining heimilda til uppbygginga á áhrifasvæðum. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um verklýsingu fyrir svæðisskipulagsbreytingar og aðalskipulagsbreytingar. 
 
Í kynningu sem fram fór á vegum SSH Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var auglýst sameiginlega hjá öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins kom fram:
 
Borgarlína. Verklýsing svæðisskipulagsbreytingar.  
 
Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040
sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.
 
Borgarlína. Verklýsing aðalskipulagsbreytinga
 
Lögð er fram til kynningar sameiginleg verkefnislýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar 2011-2030, Reykjavíkurborgar 2010-2016 og Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að staðsetja legu Borgarlínu, helstu stöðva og skilgreina heimildir til uppbygginga á áhrifasvæðum
 
Tillögu að lýsingu svæðisskipulags má nálgast hér:  Lýsing svæðisskipulags.
 
Tillögu að lýsingu aðalskipulags má nálgast hér:  Lýsing aðalskipulags.
 
Umsögn LHM um lýsingu svæðis- og aðalskipulagsins er hér: Umsögn lýsingar.