Deiliskipulag: Endurbætur Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási

Deiliskipulag breytinga á Hafnarfjarðarvegi frá Vífilsstaðavegi að Lyngási var lögð fram í febrúar 2019.

Mál þetta hefur áður fengið tvær forkynningar og gerði LHM einnig umsögn um þær. Breytingin hefur áhrif á deiliskipulag mjög margra reita í kringum Hafnarfjarðarveg og Vífilstaðaveg. Umsögnina í heild má skoða hér að neðan ásamt svörum Garðabæjar. Endurbæturnar hafa það að markmiði að bæta umferðarflæði inn á Hafnarfjarðarveg úr byggð í Garðabæ, auka umferðaröryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda og liðka fyrir almenningssamgöngum á álagstíma. Í umsögninni leggur LHM meðal annars til að:

  • LHM mundi vilja bæta við fjórða markmiðinu sem er að greiða leið gangandi og hjólandi um það svæði sem hér er til umræðu.
  • LHM leggur til að það verði skoðað og metið hverjar ferðavenjur eru á þessum stað í Garðabæ og hvaða aðrar aðgerðir gætu skilað breyttum ferðavenjum og náð þannig markmiði um að bæta umferðarflæði og auka umferðaröryggi.
  • LHM óskar eftir því að þessi gatnamót (yfir Vífilstaðaveg við Hafnarfjarðaveg) verði hönnuð með það í huga að; a) hægt sé að komast yfir báðar akstursstefnur í einni lotu, b) hægt sé að ryðja snjó í gegnum gatnamótin, c) hægt sé að komast á öllum gerðum hjóla í gegnum gatnamótin. Undirgöng ofan við gatnamótin gæti leyst það farsællega, en hæðarlega og pláss virðist leyfa góð undirgöng með góða stígsýn undir Vífilsstaðaveg.
  • LHM leggur til að stofnstígurinn (vestan Hafnarfjarðarvegar) verði breikkaður, umferð hjólandi og gangandi aðskilinn að mestu og stígurinn gerður beinni og stígsýn bætt.
  • LHM leggur til að stofnstígurinn (austan Hafnarfjarðavegar) verði uppfærður á þessum kafla í samræmi við „Leiðbeiningar um hönnun fyrir reiðhjól“, sem hluti af þessari framkvæmd.

Í svari Garðabæjar, sem er nokkuð ítarlegt, og má nálgast hér að neðan, kemur m.a. fram að: 

Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á tillögu að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar í kjölfar athugasemda sem borist hafa.
  • Að kveðið verði á um það í skilmálum að útfærð verði hraðatakmarkandi lausn til að draga úr hraða þeirra ökutækja sem beygja inn og út úr Lyngási.
  • Hljóðvegg við gatnamót Hafnarfjarðavegar og Lyngáss að norðaverðu verði breytt á uppdrætti til að bæta sýn fyrir hjólreiðamenn.

Því má segja að tekið hafi verið tillit til athugasemda LHM við gatnamót Hafnarfjarðavegar og Lyngás.


Umfjöllun á vef LHM um forkynning janúar 2018.  

Umfjöllun á vef LHM um forkynning janúar 2019. 

Deiliskipulagið 2019 er kynnt hér á vef Garðabæjar:  

Umsögn LHM 2019 er hér.  

Svör Garðabæjar við athugasemdum sem bárust.