Deiliskipulag fyrir hjóla- og göngustíga á sunnanverðu Kársnesi.

Kópavogur hefur samþykkt að láta gera deiliskipulag fyrir hjóla- og göngustíga á sunnanverðu Kársnesi. Í kjölfarið kom fram andstaða við gerð deiliskipulagsins hjá íbúum í fjórum húsum við Sunnubraut í Kópavogi. 

Landssamtök hjólreiðamanna gerðu í kjölfarið skoðanakönnun í hópnum Samgönguhjólreiðar á Facebook og sendu bréf á Skipulagsráðið þar sem það er eindregið hvatt til þess að standa við þá ákvörðun að láta gera deiliskipulag fyrir aðskilda hjóla- og göngustíga á sunnanverðu Kársnesi.

Bréfið er aðgengilegt hér: 

 

Niðurstaðan skoðanakönnunar

Yfirgnæfandi fjöldi var sammála því að fara meðfram ströndinni á sunnanverðu Kársnesi eða 98% þeirra sem tóku þátt.

Skoðanakönnunin var sett upp kl. 17:30 þann 22. ágúst. Spurt var:

„Hvaða leið á stígurinn að liggja til að tengja umferð frá sunnan- og austanverðum Kópavogi, Garðabæ, og Hafnarfirði að brú yfir Fossvog?“

Menn gátu valið um fjögur möguleg svör sem má sjá í töflu að neðan en legu valkostanna má sjá á mynd að ofan. Niðurstaðan, eftir að skoðanakönnun hafði verið uppi í um 8 sólarhringa kl. 22:00 þann 30. ágúst, var að yfirgnæfandi fjöldi var sammála því að fara meðfram ströndinni á sunnanverðu Kársnesi eða 98% þeirra sem tóku þátt. Að öllum líkindum er yfirgnæfandi meirihluti bæjarbúa fylgjandi því að hafa hjólastíginn meðfram ströndinni enda eru aðrar leiðir lakari og mundu ekki gera sama gagn.

Svör: Hlutfall (fjöldi)
1. Beina leið meðfram ströndinni á sunnanverðu Kársnesi án hækkunar. 98% (266)
2. Meðfram sunnanverðu Kársnesi að Urðarbraut, en þaðan upp og svo meðfram Borgarholtsbraut. 0% (1)
3. Upp stíg að Hamraborg, og svo meðfram Borgarholtsbraut. 2% (5)
4. Fyrst yfir Hamraborg, en svo meðfram norðanverðu Kársnesi án frekari hækkunnar. 0% (0)