Athugasemdir LHM við hjólaleið vestan Hafnarfjarðarvegar

lhmmerkitext1Í frétt á vef Kópavogsbæjar kemur fram að til standi að endurbæta göngu- og hjólreiðastíg meðfram Hafnarfjarðarvegi. Er það í samræmi við nýsamþykkta hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar. Breikka á göngu- og hjólastíginn meðfram Hafnarfjarðarvegi frá Borgarholtsbraut að undirgöngunum undir Hafnarfjarðarvegi Í Kópavogsdal.

 

LHM fékk uppdrætti (1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17) af fyrirhugaðri framkvæmd í sumar til skoðunar. Athugasemdir LHM eru hér í pdf skjali.

Rétt er að taka fram að búið var að taka ákvörðun hjá Kópavogsbæ um atriði sem ekki komu fram á uppdráttunum og gleymdist að taka tillit til þess í athugasemdum LHM. Þar á meðal var að:

"Menningarholtið, bílum verður ekki lagt við Salinn, þar verður aðeins aðgengi hjólandi og gangandi í gegn (þ.e. ekki bílastæði lengur).
-          Hamraborgin (á milli Ásbrautar og Salarins) verður unnið að því að gera svæðið meira í takt við vistgötu þó ekki að ganga alveg svo langt.
-          Sameiginlegur göngu- og hjólastígur meðfram Hafnarfjarðarvegi (frá Borgarholtsbraut niður að Kópavogsleiru) verður breiðari heldur en tillagan gerir ráð fyrir eða um 4 metrar. Ekki er hægt að gera ráð fyrir aðskildum stígum á þessari leið vegna plássleysis."

Taka má fram að Landssamtökin eru hlynnt því að leið hjólandi yfir Digranesháls sé bætt. Það samræmist stefnu LHM og þeirri vitneskju sem við höfum um leiðir sem hjólreiðamenn velja sér. Þær eru og í samræmi við tillögur að hjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu sem LHM hefur verið að vinna að. Þar heitir ein leiðin „Hafnarfjarðarvegur“ og nær frá Sæbraut að Vallahverfi í Hafnarfirði um 12 km leið. Þessi leið meðfram Hafnarfjarðarvegi yfir Digranesháls er hluti af þessari leið.

-ÁD