Umsókn um aðild að LHM

lhmmerkitext1

LHM hefur frá stofnun unnið mikið starf að eflingu hjólreiða ásamt öðrum hjólreiðafélögum. Við viljum gjarnan fá áhugasama einstaklinga og félög til liðs við okkur til að efla hjólreiðar á Íslandi.

Félög geta sótt um aðild að samtökunum með því að senda bréf á póstfang samtakanna eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Einstaklingar geta sótt um aðild að LHM með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með því að fylla út í þetta umsóknarform.

Aðildarfélög greiða 5% greiddra félagsgjalda til LHM en stjórn LHM er heimilt að semja um annað fyrirkomulag á félagsgjöldum. Of há félagsgjöld eiga ekki að koma í veg fyrir aðild félaga að LHM.

Árlegt félagsgjald fyrir einstaklinga er valfrjálst að upphæð 3.000 kr, 6.000 kr eða 9.000 kr og tilkynnist upphæðin með umsókn.

Aðild er formlega veitt á aðalfundi eða á aukaðalfundi.

Þeir sem vilja starfa með samtökunum þurfa þó ekki að bíða eftir formlegri aðild. Nóg er að óska eftir því, t.d. með því að taka það fram í tölvupósti eða merkja í tilheyrandi reit á eyðublaðinu og verður þá haft samband.