Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Flokkur: Fólk

Hjólar um með flygil og flytur friðarboðskap

Eftir hörmungaratburði síðustu helgar í París sáu margir í sjónvarpsfréttum Davide Martello spila lagið Imagine eftir John Lennon á flygil fyrir utan Bataclan Theatre. Það sem færri vita er að hann kom hjólandi með þennan ferðaflygil í eftirdragi.

Flokkur: Fólk

Hjólað til Emmy verðlaunanna í sparifötunum

Tom Smuts framleiðandi Mad Men þáttaraðarinnar vakti athygli þegar hann hjólaði til Emmy verðlaunahátíðarinnar spariklæddur ásamt fleiri stjörnum. Þetta er hans framlag til að hvetja til hjólreiða og bættri aðstöðu til hjólreiða í bílaborginni Los Angeles. Hann leggur áherslu á að hann vilji bæta samskipti þeirra sem hjóla og þeirra sem keyra. Það sé allt of mikil ágreiningur á milli hópanna og þetta sé hans leið til að gera lyfta tóninum í baráttunni, gera hana skemmtilegri og stílhreinni.

Flokkur: Fólk

Fimmtug og flott

Janet Lafleur heldur úti blogsíðu með yfirskriftinni Ein kona. Mörg reiðhjól. Og undirskriftin er Hjólar í háum hælum, brunar niður brekkur, skvettir í pollum og er að löngu eftir að dimmir.

Flokkur: Fólk

Flippað fjölskylduferðalag

Fjórir bræður láta sig dreyma um ferðalag meðfram kyrrahafsströndinni þar sem allir 17 fjölskyldumeðlimir, á aldrinum 6 ára til 60, taka þátt. Þau myndu taka skrítnu sérsmíðuðu hjólin sín með, ferðast um með afar skrautlegum hætti og sofa bara einhversstaðar.

Flokkur: Fólk

Verður kona fyrst til að hjóla á Suðurpólinn?

Hin breska Maria Leijerstam stefnir á að verða fyrst til að hjóla á Suðurpólinn. Leiðin liggur um eitt harðgerasta svæði jarðar og eins og sést á myndinni fyrir ofan er farartækið þriggja hjóla dogg hjól (e: recumbent trike). Hún æfði meðal annars á Íslandi og þó hún ætli að ferðast þetta ein og óstudd er trukkur frá hinu íslenska fyrirtæki Arctic trucks ekki langt undan ef eitthvað kemur upp á og hér sést hún m.a. við æfingar á Íslandi. Maria valdi sér leið sem ekki hefur verið farin áður.

Flokkur: Fólk

Hópreið hjólajólasveina

Það var skemmtileg sjón sem mætti fólki í Milwaukee BNA þegar um 150 manna hjópreið hjólaði um bæinn prúðbúnir sem jólasveinar, jólaálfar, snjómenn, hreindýr og jafnvel einn Jesús. Tilefnið var ekki bara að skemmta sér og öðrum heldur að safna fé og bæði tókst svona ljómandi vel eins og sjá má á myndunum.

Flokkur: Fólk

Vann Óshlíðarhlaupið á handahjóli

Arna Sigríður Albertsdóttir í 21 km hlaupinu, en hún keppti í hjólastólaflokki og keppti á sérstöku handahjóli.

Keppni og verðlaunaafhendingu í Óshlíðarhlaupinu lauk í gærkvöldi. Hlaupið var við hinar bestu aðstæður, en þó nokkurn mótvind inn Skutulsfjörðinn. Að sögn mótshaldara fór keppnin vel fram og voru alls 103 keppendur skráðir til leiks, 26 í 21 km og 77 í 10 km. Fyrst til að ljúka keppni var Arna Sigríður Albertsdóttir í 21 km hlaupinu, en hún keppti í hjólastólaflokki og keppti á sérstöku handahjóli. Arna lauk keppni á tímanum 01:10:08.

Flokkur: Fólk

Umhyggja í umferðinni

„Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag.