Flokkur: Hjólum til framtíðar 2018

Sílvia Casorrán - Poblenou Superblock

Sílvia CasorránSílvia Casorrán 

Hún stýrir hjólreiða málum og stefnu á stór Barcelona svæðinu

Hún er umhverfisfræðingur frá Universidad Autónoma de Barcelona árið 2002. Hluta af náminu tók hún í Utrecht háskóla, Hollandi, og í Guadalajara háskóla, Mexíkó. Hún hefur starfað við málefni tengd skipulagi og stýringu á sjálfbærum samgöngum frá því hún lauk námi. Fyrstu 15 árin var hún ráðgjafi hjá einkareknum fyrirtækjum en frá janúar 2017 hefur hún verið hjá hinu opinbera hjá svæðissamtökum Stór Barcelona svæðisins. Hún hefur einkum fengist við stefnumótun á sviði almenningssamgangna og hjólreiða. Hún hefur barist fyrir sjálfbærum samgöngum í Barcelona í gegnum tíðina m.a. í íbúasamtökum Poblenou hverfisins, í félagi fyrir almenningssamgöngum og frá því í september 2016 í samtökum Poblenou hverfisins. Hún hjólar til samgangna í borginni og er sannfærð um að reiðhjól eigi mikla framtíð fyrir sér í borgum og bæjum.

 

Poblenou Superblock: Hið krefjandi ferli við að endurheimta almannarými frá bílaumferð og skila því til fólksins.

Í hluta Barcelona sem kallast Poblenou Superblock fengu bílar forgang á 20. Öldinni en frá september 2016 hefur verið barist fyrir því að endurheimta almannarými fyrir fólk. Að taka rými frá bílum er ströggl í borgum víðsvegar um heiminn og Barcelona er engin undantekning. Vanþekking í bland við áhuga fjölmiðla og afskiptum pólitískra afla varð til að skapa mikið fjargviðri þegar ráðast átti í frekar einfaldar aðgerðir í hverfinu Poblenou. Akstursstefnu var snúið í sumum götum til að draga úr gegnumstreymi í 9 blokka hverfi samhliða var bílastæðum eitthvað fækkað. Þessar breytingar hafa bætt lífsskilyrðin í hverfinu því nú eru almannasvæði fyrir íbúa til leikja og útiveru í hverfinu þar sem áður var þétt bílaumferð.

 

Enska / English

Sílvia Casorrán

Job title and background: 
Responsible for cycling policies in Barcelona Metropolitan Area

"I'm graduated in Environmental Sciences from Universidad Autónoma de Barcelona (2002). Part of her studies took place in The Netherlands (Utrecht University, 2000) and in Mexico (Guadalajara University, 2001-2002).

My professional career has been developed in Sustainable Mobility planning and management, during 15 years as a consultant from private companies and since January 2017 as public servant in Barcelona Metropolitan Area (AMB). Her activity has been focussing especially in public transport and bicycle policies.
My social activities are mainly about fighting for a sustainable mobility in Barcelona, from the Poblenou Neighbors Association, the Association for the Promotion of Public Transport and, since September 2016, from the Poblenou Superblock Association.
I'm a urban cyclist convinced about the potential of bikes in our cities and metropolis."

 

Poblenou Superblock: the hard process of taking space from cars and giving it back to people.

Poblenou Superblock, since September 2016, has been a fight to reconquer a part of the public space that was given to cars during last century. Taking space from cars is always a conflict in all the cities worldwide, and in this case it has not been different! The previous lack of information, together with mass media and political interests created a big monster from a very simple action: changing some directions to avoid through-traffic in 9 blocks and putting away some car parking places at the streets. These actions have permitted to gain public space for the people: for playing, for staying, just for being!

 

Flokkur: Hjólum til framtíðar 2018

Damien Ó Tuama - Reflections on the Growth of Everyday Cycling in Dublin City.

Damien Ó Tuama

Damien Ó Tuama

Hann stýrir hjólamálum á landsvísu (National Cycling Coordinator) hjá Cyclist.ie - Hjólreiðasamtökum Írlands sem eru aðili að hjólreiðasamtökum Evrópu ECF.com. Síðustu tvö ár hefur hann verið stjórnarmaður í Hjólreiðasamtökum Evrópu. Hann er fræðimaður sem hefur rannsakað samgöngur og verið ráðgjafi og var aðalhöfundur Hjólreiðaáætlunar Írlands sem birt var árið 2009 (http://www.smartertravel.ie/content/national-cycle-policy). Hann lauk doktorsnámi árið 2015 frá Trinity College í Dublin og fjallaði verkefnið um umbreytingu samgöngukerfa. Fyrir utan hjólreiðar hefur hann áhuga á að leika pool, smíða úr tré og stunda félagslífið í Dublinar borg.

Síðast liðinn 10 ár hafa daglegar hjólreiðar í Dublin ríflega tvöfaldast og nú er svo komið að um 10% ferða eru farnar á reiðhjóli. Í fyrirlestrinum ætlar Damien að fjalla um þá þætti sem hafa spilað saman í því að endurskapa öfluga hjólamenningu í höfuðborg Írlands. Meðal annars mun hann ræða hvernig samgöngustefna borgarinnar hefur mótast af kröfum notenda og hvaða aðgerðir hafa helst stuðlað að þessari breytingu og um þær félagslegu breytingar sem hafa leitt til vaxtar hjólreiða. Á landsvísu eru hjólreiðar á Írlandi ekki í jafn góðri stöðu. Aðeins 2% ferða eru farnar á reiðhjóli á landsvísu. Í erindi sínu mun Damien fjalla um þær áskoranir sem talsmenn aukinna hjólreiða glíma við í viðleitni sinni að gera hjólreiðar að eðlilegum hluta í samgöngum bæði í dreifbýli og þéttbýli. Damien ætlar einnig að horfa fram á veginn til ráðstefnunnar ‘Velo-city’ sem verður haldin í Dublin í júní 2019 en gert er ráð fyrir að hana muni sækja allt að 2000 manns allstaðar að úr heiminum þar á meðal frá Íslandi.

 

Enska / English

Damien Ó Tuama

Job and background:

National Cycling Coordinator with Cyclist.ie - the Irish Cycling Advocacy Network.

Flokkur: Hjólum til framtíðar 2018

Berglind Hallgrímsdóttir - Umferðaröryggi hjólandi vegfarenda í Reykjavík

Berglind Hallgrímsdóttir

Berglind Hallgrímsdóttir

Starf og bakgrunnur:

Samgönguverkfræðingur hjá Eflu með áherslu á aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda en einnig umferðaröryggi almennt. 

Ég mun fjalla um niðurstöður úr umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur með áherslu á hjólandi umferð.
Slys voru skoðuð á milli 2012-2016 og á þeim tíma hefur slysum á meðal hjólandi vegfarenda fjölgað. Flest slysanna eru áresktur við ökutæki og einslys - slys þar sem vegfarandi til dæmis dettur á hjólinu. Ástæðan fyrir því að einslysum hefur fjölgað helgast meðal annars af því að betur er haldið utan um skráningu þeirra. Þó er rétt að hafa í huga að það má gera ráð fyrir mikilli vanskráningu slysa á hjólandi vegfarendum þegar ekkert ökutæki á aðild að slysinu. Af þeim slysum sem urðu á milli hjólandi og akandi voru 33 með alvarlegum meiðslum og eitt banaslys. Áhugavert er að sjá hátt hlutfall barna sem lenda í árekstrum milli ökutækja og hjólandi.

 

Flokkur: Hjólum til framtíðar 2018

Hjólum til framtíðar 2018 - Dagskrá

Hjólum til framtíðar 2018 – veljum fjölbreytta ferðamáta

Ráðstefnan var send út á Facebook síðu LHM og einnig tekin upp. Upptökur verða settar hér inn við fyrsta tækifæri en hægt er að horfa á upptöku beinu útsendingarinnar hér: Fyrir hádegishlé og eftir hádegishlé

Dagskrá  

 9:00     Hjólað frá Bakarameistaranum, Suðurveri við Kringlumýrarbraut.
             Boðið uppá kaffi og kruðerí frá 8.45

 9:30     Afhending ráðstefnugagna í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi – léttur morgunverður

10:00    Setning 
             Gestir boðnir velkomnir

10:10    Landssamtökin og ég
             Haukur Eggertsson stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna

10:25    Poblenou Superblock:
              The hard process of taking space from cars and giving it back to people
             Sílvia Casorrán ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona

11:00    Hjólið: sóknarfærin og framtíðin
             Lilja Guðríður Karlsdóttir samgönguverkfræðingur og framkvæmdastjóri Viaplan

11:25    Umferðaröryggi hjólandi vegfarenda í Reykjavík
             Berglind Hallgrímsdóttir samgönguverkfræðingur hjá Eflu

11:35    Þróun og greining hjólreiðaslysa
             Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni

11:45    Hannað fyrir reiðhjól
              Bryndís Friðriksdóttir samgönguverkfræðingur Efla verkfræðistofa

12:00    Hádegishlé

13:00    Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra
              Guðmundur Ingi Guðbrandsson

13:10    Reflections on the Growth of Everyday Cycling in Dublin City
              Dr. Damien Ó Tuama, National Cycling Coordinator frá Cyclist.ie, The Irish Cycling Advocacy Network

13:50     Atvinnubílstjórinn og hjólreiðamaðurinn – samvinna í umferð
              María Ögn Guðmundsdóttir fulltrúi hjólandi vegfarenda og Svavar Svavarsson fulltrúi atvinnubílstjóra fara yfir stöðu mála.

14:00     Áskoranir lögreglu er kemur að hjólandi umferð
              Sverrir Guðfinnsson lögreglufulltrúi frá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar

14:10     Virkir vegfarendur og Vegagerðin
              Bergþóra Þorkelsdóttir, nýr forstjóri Vegagerðarinnar, kynnir sig og áherslur stofnunarinnar

14:20     Kaffihlé

14:40     Áherslur nýrra meirihluta á höfuðborgarsvæðinu í garð virkra vegfarenda,
              (Þrjár slæður – fimm mínútur hver)

               Reykjavíkurborg – Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður Skipulags og samgönguráðs

               Kópavogur – Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri

               Mosfellsbær – Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

               Hafnarfjörður – Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri

               Garðabær – Jóna Sæmundsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar

               Seltjarnarnesbær – Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi. Hann afhendir einnig Hjólagjörðina

 

15:15    Allskonar úr hjólheimum; örkynningar. 1 mín – 1 slæða

              Bike Park í Skálafelli – Bob van Duin

              Unglingastarfið í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur - Kolbrún Ragnarsdóttir

              Tweed Ride – Alexander Schepsky

               Hjólaþjálfun – María Ögn Guðmundsdóttir

               Bláalónskeppnin – Kolbrún Ragnarsdóttir

               Rafmagnshjólin hjá Reykjavíkurborg - Kristinn J. Eysteinsson

               Reiðhjólabændur – Birgir Fannar Birgisson

 

15:25     Afhending hjólaskálarinnar - Hjólavottun vinnustaða
              Árni Davíðsson formaður LHM og Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni

15:35     Uppistand - ári síðar
              Ari Eldjárn uppistandari

15:55     Samantekt og ráðstefnuslit

16:00    Léttar veitingar í anddyri Félagsheimili Seltjarnarness

Fundarstjórar:
Baldur Pálsson fræðslufulltrúi á Seltjarnarnesi og Jóna Sæmundsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ.