Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá Eflu

Sumarið 2013 vann EFLA í samvinnu við Nýsköpunarsjóð námsmanna verkefnið " Hjólaleiðir á Íslandi" markmiðið var að koma Íslandi á kort EuroVelo sem er samevrópskt hjólreiðanet. Með mikilli elju og hjálp frá fólki úr öllum áttum er Ísland komið inn á kort EuroVelo enda mikil tækifæri í ferðahjólamennsku hér á landi. En hvað svo?

Höfundar verkefnisins sáu fljótt að það skortir alla stefnumörkun um hjólreiðar á landsvísu og sótt var um rannsóknarstyrk hjá Vegagerðinni fyrir verkefninu "Staða hjólreiða á landsvísu,  aðferðarfræði og ávinningur stefnumótunar". Í verkefninu er skoðað hvernig staða hjólreiða er á Íslandi í gegnum skipulagsáætlanir og svæðisbundin verkefni ásamt því að rýna í stefnur og áætlanir Skota og Norðmanna.

Glærur: PDF

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar