Safn af skemmtilegum myndböndum

Blandaðu flandrið

Maður þarf ekkert að hætta að nota bílinn, bara hætta að nota hann alltaf - umhugsunarlaust.

Kynningarmyndband fyrir Evrópska samgönguviku um fjölbreytta ferðamáta.

 

The Mixtures - Pushbike Song (1970)

Hér er eitt eldgamalt en gott sem má ekki vanta í safnið. Þetta er ættað frá Ástralíu frá því áður en lagt var blátt bann við því sem sést í myndbandinu: fólk að hjóla á reiðhjólahjálma. Það má ennþá klæðast útvíðum buxum og safna brjáluðum börtum.

 

Hjól í huga - Umferðaröryggisátak FÍB

Meginmarkmið átaksins Hjól í huga er að efla vitund ökumanna um hjólafólkið í umferðinni – hina óvörðu vegfarendur á reiðhjólum og vélhjólum. Nánari upplýsingar um umferðaröryggisátak FÍB: Hjól í huga

Myndbandir og átakið er endurgerð átaks bresku systursamtaka FÍB, The AA sem hét Now You See Me. Í Bretlandi er vinstri umferð og því ekki hægt að nota myndbandið óbreytt hér.

 

Blue Lagoon Challenge 2015

Hin sívinsæla hjólreiðakeppni Bláalónsþrautin var haldin í 20. sinn um síðustu helgi yfir 600 keppendur hjóluðu 60 kílómetra langa leið frá Ásvöllum í Hafnarfirði alla leið í Bláa Lónið.

Keppnin var gríðarlega sterk í ár og var það daninn Sören Nissen sem sigraði á nýju brautarmeti. Harður endasprettur var á milli annars og þriðja sætis og var það Ingvar Ómarsson sem kom á undan þýska atvinnumanninum Louis Wolfe. María Ögn Guðmundsdóttir sigraði kvennaflokkinn og bætti sitt eigið brautarmen um tæpar 5 mínútur.

Við fylgdumst með stemningunni við endamarkið og heyrðum í sigurvegurum.

Hjólað á gangstígum

Heimilt er að hjóla á gangstígum en þó með þeim fyrirvara að hjólandi vegfaranda ber að veita gangandi forgang og sýna þeim tillitsemi. Hér er fjallað um hvernig hjólandi vegfarandi getur sem best tryggt öryggi sitt og gangandi á gangstígum.

Subcategories

Fólk er hvatt til að hjóla í vinnuna með ýmsum hætti um allan heim. Myndböndin frá Ungverjalandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.

Það gleður okkur alltaf að sjá hjóli bregða fyrir í tónlistarmyndbandi og enn meira ef það er í aðalhlutverki

Fjallahjólaklúbburinn er öflugur í því að sýna myndbönd úr starfseminni.

HFR og fleiri eru öflug í því að setja inn myndbönd úr keppnum og fleiri viðburðum. Einnig eru hér nokkur myndbönd frá einstaklingum.

Fræðslumyndbönd Samgöngustofu (áður Umferðarstofa) sem unnin voru í samvinnu við LHM.

Hér er fjallað um hjólreiðar á götum, hjólreiðar á stígum og hvernig ökumenn bifreiða geta sem best sýnt hjólandi tillitssemi og dregið úr slysahættu.

Einnig er eitt myndband frá FÍB sem á að minna ökumenn að líta í baksýnisspegilinn og hafa hjól í huga, bæði reiðhjól og bifhjól.