Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Flokkur: Efling

Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins

Á sumrin stendur Fjallahjólaklúbbuinn fyrir skemmtilegum hjólaferðum um höfuðborgarsvæðið auk dags og helgarferða. Þriðjudagsferðirnar byrja í byrjun maí og eru vikulega fram í september. Þú þarft ekki að vera félagi til að vera með, allir velkomnir svo það er um að gera að skella sér með.

Flokkur: Efling

Alþjóða dagur reiðhjólsins

Í dag er hátíðisdagur - Alþjóða dagur reiðhjólsins - á vegum Sameinuðu þjóðanna. 
En afhverju er verið halda upp á reiðhjólið?
Flokkur: Efling

Tweed Ride 2023

Tweed Ride Reykjavík byrjaði með stæl 2013 þegar farin var mikil skrúðreið á klassískum hjólum með prúðbúnu fólki sem hjólaði um í miðborg Reykjavíkur. Þessir viðburðir hafa verið árlega í kringum mánaðamótin maí júní síðan. Þetta árið verður hjólað 3. júní frá Hallgrímskirkju að vanda:

Flokkur: Efling

Hjólað í vinnuna 2018 - Setningarhátíð

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í sextánda skipti fyrir Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 2. – 22. maí. Verkefnið höfðar til starfsfólks á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að verkefnið fór af stað. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferðamáta til og frá vinnu. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kílómetrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra.

Flokkur: Efling

Keðjuhvörf 31. maí

Critical Mass eru viðburðir víða um heim þar sem fólk mælir sér mót og hjólar síðan í hóp sem tekur sitt pláss á götum borga. Næsta miðvikudag 31. maí er búið að skipuleggja þannig viðburð hér og kallast nú Keðjuhvörf og er það Birgir Birgisson oft kenndur við Reiðhjólabændur sem skipuleggur:

Flokkur: Efling

Viltu prófa að hjóla? Kostar bara túkall

Stjórnvöld um allan heim eru að átta sig á ótvíræðum kostum aukinna hjólreiða og reyna ýmislegt til að auka þær. Til dæmis geta þeir sem ekki eiga reiðhjól en langar að prófa það í eins og einn mánuð fengið lánað reiðhjól ásamt reiðhjólahjálmi, lási og endurskynsvesti og það bara fyrir 10 breskt pund eðar tæpar 2000 kr. Það er jafnvel hægt að fá ljós á hjólið eða barnastól ef þannig stendur á.