Keðjuhvörf 31. maí

Critical Mass eru viðburðir víða um heim þar sem fólk mælir sér mót og hjólar síðan í hóp sem tekur sitt pláss á götum borga. Næsta miðvikudag 31. maí er búið að skipuleggja þannig viðburð hér og kallast nú Keðjuhvörf og er það Birgir Birgisson oft kenndur við Reiðhjólabændur sem skipuleggur:

Söfnumst saman við Hörpu frá kl 18:30.
Hópar frá Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Breiðholti leggja fyrr af stað (Sjá mynd) og sameinast svo við Hörpu.
Klukkan 19:00 verður lagt af stað í 4km hring um miðbæinn, þar sem við hjólum á götunni í einum stórum hóp.
(Lækjargata, Skothúsvegur, Hringbraut, Ánanaust, Mýrargata, Geirsgata)
Það verður músíkbox á Cargohjólinu og mikil karnivalstemmning á leiðinni. Förum hægt yfr, höfum hátt og verum sýnileg. Jólaseríur, blöðrubúnt eða bóafjaðrir eiga vel við. Kannski komumst við í kvöldfréttirnar?
Aldurstakmark þeirra sem hjóla er 12 ára.
(Yngri börn eru velkomin sem farþegar í/á hjóli foreldra)

Á Keðjuhvörfum 31.5. endar miðbæjarrúnturinn í Hafnarþorpinu.  
Þar verður hægt að taka hjólin með inn til öryggis og kaupa sér eitthvað gott.
Verið endilega með og fáið létta hreyfingu í miðbænum með gotteríi og grobb-spjalli á eftir.
Hjólum hægt, höfum hátt og verum sýnileg.

Sjá Facebook viðburðinn: Keðjuhvörf - Mai 2023

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.