Tweed Ride 2023

Tweed Ride Reykjavík byrjaði með stæl 2013 þegar farin var mikil skrúðreið á klassískum hjólum með prúðbúnu fólki sem hjólaði um í miðborg Reykjavíkur. Þessir viðburðir hafa verið árlega í kringum mánaðamótin maí júní síðan. Þetta árið verður hjólað 3. júní frá Hallgrímskirkju að vanda:

"Vertu með okkur þann 3.júní er við klæðum okkur upp og hjólum á fallegum hjólum um miðbæ Reykjavíkur. Allir eru velkomnir að taka þátt.

Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og –kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól.

Í stuttu máli sagt, þá er þetta stórskemmtilegur viðburður og vekur alltaf athygli.

 

Dagskrá:
Við hittumst fyrir framan Hallgrímskirkjun klukkan 14:00 og afhendum númer til þeirra sem náðu ekki að sækja það fyrir 3.júní.

Myndartaka klukkan 14:45 og svo leggjum við af stað.

Við byrjum á því að hjóla í svona 30-40 mínútur og stoppum svo til að fá okkur hressingu. Eftir hlé förum við aftur af stað og hjólum í 30-40 mínútur. Fáum okkur aftur hressingu og þátttakendur kjósa fallegasta hjólið, bezt klæddi herramaðurinn og bezt klædda daman.

Endum svo daginn á því að fara og fá okkur eitthvað gott að borða.

Skráðu þig og vertu með!"

Nánari upplýsingar á tweedride.is og á Facebook viðburðinum: Tweed Ride 2023

 

Skoðið líka myndir frá fyrri viðburðum sem Páll Guðjónsson hefur tekið og birt á vefnum Hjólreiðar.is

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Tengt efni