Lög LHM

1. grein

Samtökin heita Landssamtök hjólreiðamanna, skammstafað LHM, kennitala 640399-2289.

 

2. grein

Tilgangur samtakanna er að efla hjólreiðar á Íslandi sem raunhæfan, umhverfisvænan og heilsusamlegan samgöngumáta og vera í forsvari fyrir hjólandi umferð.

LHM eru félagasamtök og stunda ekki atvinnurekstur.

 

3. grein

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að útbreiða og efla hjólreiðar sem samgöngumáta,  fjölskylduvæna almenningsíþrótt, keppnisíþrótt og heilsusamlegan lífsmáta.

Samtökin beita sér fyrir hvers konar fræðslu- og kynningarstarfsemi í samstarfi við félög og áhugafólk á öllum aldri.

 

4. grein

LHM eru regnhlífasamtök hjólreiðafélaga á Íslandi.

Aðilar að LHM eru félög, hópar eða einstaklingar sem aðalfundur LHM hefur samþykkt með meirihluta atkvæða.

 

5. grein

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

 

6. grein

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála nema hvað 2/3 hluta greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar nái fram að ganga.

Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn samtakanna eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund.

Rétt til setu á aðalfundi hafa allir fullgildir félagar í aðildarfélögum LHM og almennir félagsmenn LHM.

Enginn fundarmaður er með meira en 1 atkvæði á aðalfundi og ekki er heimilt að fara með umboð annars við atkvæðagreiðslu eða kosningar.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.      Skýrsla stjórnar lögð fram

3.      Reikningar lagðir fram til samþykktar

4.      Lagabreytingar

5.      Ákvörðun félagsgjalds

6.      Kosning stjórnar

7.      Önnur mál

 

7. grein

Stjórn félagsins skal skipuð 3-8 félagsmönnum, formanni og 2 – 7 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 

8. grein

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

 

9. grein

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins. Félagsmenn njóta ekki fjárhagslegs ávinnings af starfsemi félagsins.

 

10. grein

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.  

 

Þessi lög / samþykktir voru samþykkt á aðalfundi LHM 14 apríl 2021.

 

Fyrri lög / samþykktir:

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.