
Dagskrá laugardagsferða vorið 2021
Hjólaferðir LHM hafa legið niðri á haustmánuðum 2020 vegna takmarkana á félagsstarfi vegna Covid. Nú leyfa takmarkanir aftur hjólaferðir og því gerum við ráð fyrir að ferðir LHM frá Hlemmi á laugardagsmorgnum hefjist aftur núna í janúar og standi til loka apríl. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Farið er annan hvern laugardag.