Hjólabloggið á mbl.is
-
Hvað hefur lögreglan fyrir sér í þessu
Það er ansi oft sem maður sé fullyrt að hjálmur hafi bjargað og svo er vitnað í lögreglu, heilbrigðisstarfsfólk, aðstandendur, hinn slasaða eða vitni.
Er eru þau einhvern tímann að álýkta á annan veg ? Fer einhver einhvern tíman fram athugun á vísbendingum ? Er Er er þetta svolítið og með nýju fötin keisarans, að menn gera ráð fyrir eitthvað og þá sjá þeir það.
Ef einhver mundsi álýkta á annan veg, mundi hún þora að segja það að hjálmurinn hafi sennilega ekki skipt máli í þessu einu tilteknu tilviki ? Mundu blaðamenn þora eða velja að hafa það eftir þeim ?
Sennilega ekki. Hér er hætta á staðfestingarvillu, eða á ensku "confirmation bias".
Lesendur athugið að þar með er færsluritari ekki að fullyrða neitt um hvorki þetta tiltekna slys ( þar sem vantar algjörlega að skoða aðdraganda ákeyrslunnar ) né um gagnsemi hjálma. Hér eru um að ræða heimspekilegar og siðferðislegar vangaveltur tengd yrðingar lögreglu. Lögregla er jú opinber stofnun, og betra ef við getum treyst því að fullyrðingar þaðan byggja á góðum grunni. -ML -
Hreyfingarleysi álíka hættuleg og umferðin
Í nýlegri frétt RÚV var sagt "Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir of litla hreyfingu og áreynslu draga allt að 3,2 miljónir manna til dauða ár hvert."
http://www.ruv.is/frett/hreyfing-oft-ekki-sidri-en-lyf
Til samanburðar látast 1,3 milljón í heiminum í bílslysum (töluverður hluti af þessu fólki voru labbandi börn ). Við sjáum að tölurnar séu á svipuðu róli. Reiknað í lífárum sem tapast eru tölurnar einnig sambærilegar.
Nú segja sumir eflaust að að þetta er allt öðruvísi á Íslandi. Ekki hægt að nýta erlenda þekkingu hér.
En fólk á vesturlöndum eru í miklu meiri hreyfingarleysi en meðaltali í heiminum, og á þetta við um Ísland einig. Og færri deyja í umferðinni á 100.000 hér en á heimsvísu. Þannig að ef eitthvað, þá á þetta enn frekar við á Íslandi.
Sem sagt : Hreyfingarleysi er ekki vandamál sem megi hunsa þegar horft er til lausnar í umferðaröryggismálum.
Ef lausnir við umferðaröryggi gera það að verki að fleiri aka bílar og færri ganga eða hjóla, þá er ekki ólíklegt að við skiptum einn vanda út fyrir annan af svipaðri stærðargráðu. Ofan á þetta kemur að sérfræðingar benda á slæm heilsuáhríf mengunar úr bílum. Í Evrópu er reiknað með að mengun úr bílum dragi fleirum til dauða en árekstrar og ákeyrslur.Og enn samkvæmt WHO, þá spara hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu nú þegar mörg mannslíf á ári hverju. Tölurnar eru sambærilegar við fjöldi þeirra sem látast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu hið síðari ár.
Gefum okkur til dæmis að 6.000 hjóla 30 mínútur á dag 200 daga ársins. ( Margir hjóla meira á dag og margir hjóla allt árið, sem dregur upp þessi meðaltöl )
Samkvæmt reiknivél WHO á http://heatwalkingcycling.org þá koma hjólreiðarnar í veg fyrir að 2,8 ótímabær dauðsföll árlega. Ganga kemur í veg fyri svipuð mörg daudsföll árlega og hjólreiðar. Fleiri ganga, en varnaráhrifin gegn lífsstílssjúkdóma er aðeins minni fyrir hvern tímaeining.Lausnin sem er ýjað að, í greininni "Umdferðarslys kosta miljarða" eru mislæg gatnamót. Þau mundi hvert kosta miljarða fyrir hvert gatnamót. Þetta eru peningar sem margir mundi í dag segja að væru mun betur varin í heilbrigðiskerfinu. En sennilega væru þeir ekki síður í fyrirbyggjandi lýðheilsustarfi. Að greiða götur virkra samgangna sparar mannslífum og sparar útgjöld í heilbrigðiskerfinu. Sem og í fyritækjum og stofnunum vegna fækkun veikindadaga.
Mislæg gatnamót aftur á móti hafa hingað til lengt leiðir hjólandi og gangandi, og stundum gert minni aðlaðandi. Þá eru margir fræðimenn á því að mislæg gatnamót leiði til aukins akstur sem aftur leiði af sér aukins mengunar og færi umferðarteppurnar á annan stað frekar en að leysa vandamálið.
Hins vegar virðist vera að lækkun umferðarhraða geti bætt flæði umferðar, aukið afköst gatnamóta og dregið úr mengun og ógnun sem gangandi, hjólandi og í raun við öll verðum fyrir og upplífum.
( Ef einhver hefur áhuga á rannsóknina sem var efni RÚV-fréttarinnar, þá birtist hún hér, í British Medical Journal, eitt af virtustu læknatímaritunum: http://www.bmj.com/content/347/bmj.f5577 )
-ML -
Gjörningur og gjaldfrjáls skoðun reiðjhjóla á morgun við Hörpu
Á morgun, laugardag, málum við Listastíg með krít yfir Hörputorgið á Barnamenningarhátíð, til þess að varða örugga hjólaleið um torgið. Þetta er vonandi upphafið að alvöru úrbótum. Allir að mæta og kríta með okkur frá kl. 11 - 15. Ástandsskoðun Dr. Bæk og hjólaþrautabraut með umferðamerkjum.
(Frétt á Fésbókasíður Hjólafærni. Hjólafærni er aðili að Landssamtökum hjólreiðamanna. )
(ML)
-
Lækkun tolla af reiðhjólum sjálfsögð
LHM fagnar þessum tillögum.
Það er sjálfsagt að fella niður tolla af reiðhjólum og fylgihlutum til samræmis við 0% tolla og vörugjöld af innflutningi á eyðslugrönnum bílum sem samþykktur var á Alþingi 2010 með lögum nr. 156/2010. Vörugjöld af eyðslugrönnum bílum er núna 0% og engir tollar af þeim.
LHM gerði umsögn um frumvarpið á sínum tíma og vakti athygli á þessu misræmi í tolllagningu á eyðslugrönnum bílum og reiðhjólum. Væntanlega er Alþingi nú að bregðast við því.
Í umsögn LHM sagði m.a.:
LHM vekur athygli á því að reiðhjólið er án vafa sparneytnasta og vistvænsta ökutækið sem völ er á, losar minni gróðurhúsalofttegundir en nokkurt annað, brúkar að mestu innlenda orkugjafa (matvæli) auk þess að þurfa mun kostnaðarminni mannvirki en stærri ökutæki, hvort heldur sem talið er í ferkílómetrum vega eða bílastæða. Þá eru ótalin veruleg jákvæð áhrif notkunar þeirra á lýðheilsu. Því telja LHM það skjóta skökku við að skv. frumvarpinu muni ríkið skattleggja reiðhjólið meira en t.d. metanbifreiðar og aðrar bifreiðar sem losa allt að 80 g CO2/km og sambærilega sparneytna díselbifreiðar (10%.)
Tillaga LHM
LHM telja að 10% tollar á reiðhjól séu því í engu samræmi við það frumvarp sem hér er lagt fram, og hvetja efnahags- og skattanefnd til að fella samhliða úr tollskrá 10% toll af tollflokki 8712 um reiðhjól, sem og varahluti til þeirra. Væri slíkt í samræmi við þau markmið sem áður var vitnað til um samband skattlagningu og útblásturs ökutækja.Á heimasíðu LHM var fjallað um innflutning á reiðhjólum til ársins 2010 og kom þar fram að lækkun tekna ríkissjóðs af niðurfellingu tollana gæti numið um 30 til 40 milljónum króna á ári en sparnaður neytanda gæti orðið um 60 til 80 milljónum króna. Þá er ekki reiknað með vísitöluáhrifunum á lán og minni þörf fyrir dýrari ökutæki og eldsneyti.
Ríkið fær þessa upphæð sennilega margfalda tilbaka í betri lýðheilsu almennings. Þetta er góð ráðstöfun sem allir vinna á, ríkið, neytendur og almenningur.
-
Rangt farið með tölur og vísað í mýtur
Það er vart boðlegt að tryggingafélag sem vill láta taka sig alvarlega láti svona bull frá sér. Samkvæmt tölunum sem koma þarna fram fjölgar þeim sem hjólar um 98 og helst fjöldi þeirra sem hjóla með hjálm nokkurn veginn í stað eða fækkar um 2.25% sem er ekki marktækur munur.
Jú á vef VÍS er líka talað um að þeim hafi fækkað hlutfallslega en fyrirsögnin segir annað: Hjólreiðamönnum með hjálm fækkar um 11% milli ára
Síðan er fullyrt að „reiðhjólahjálmur minnkar líkur á höfuðáverka um 69% og minnkar líkur á alvarlegum höfuðáverkum um 79%.“ Það er ekkert talað um við hvaða aðstæður þessi töfravirkni á að eiga sér stað né hvaðan þessar tölur eru komnar.
Ég veit hvaðan þær koma. Þær eru áratugagamlar mýtur sem er fyrir löngu búið að hrekja. Þær eru stærsta lygin í öryggismálum hjólreiðamanna. Mýtur eru langlífar og hjálpar ekki þegar fjársterk tryggingafélög halda þeim við með áróðri eins og þarna kemur frá VÍS.
Hér er pistill sem ég skrifaði um þetta: Stærsta lygin í öryggismálum hjólandi þar sem ég reyni að vísa í staðreyndir en ekki mýtur. Á Hjólablogginu er líka að finna fleiri skrif um þessi mál sem og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna lhm.is.
Á vefnum cyclehelmets.org má lesa sér til um nýjustu rannsóknir á virkni reiðhjólahjálma og ýmsar mýtur sem er enn haldið á lofti af þeim sem láta sig oft lítið varða um vísindi og staðreyndir og halda því á lofti sem þeim finnst.
Talning VÍS sýnir 9,57% fjölgun þeirra sem hjóla. Það er fagnaðarefni enda allra hagur að sem flestir hjóli. Líka tryggingarfélaga.
Páll Guðjónsson
-
Ánægjulegt / Notaði tannþráð og tók lýsi ? / Einelti
Takk fyrir þessa jákvæða frétt um auknar hjólreiðar, mbl !
Það er sannarlega góðs viti að fleiri hjóla í skólann svo tekið sé eftir því. Rök fyrir því að það sé gott fyrir einstaklingana og samfélaginu má finna í ýmsum opinberum skýrslum, innlendar og erlendar, og frá aðilum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun og European Conference of Transport Ministers.
En í lok fréttar kemur leiðinda skot á dömuna á reiðhjóli sem prýðir mynd með fréttina. (Það má halda til haga að blaðamaður hafi tæplega talað við hana):
Verra er þó þegar hjólreiðafólk gleymir að setja á sig hjálminn, enda leynast hætturnar víða, ekki síst þegar kólnar í veðri og hugsanlega hált. Það hefur þó ekki hvarflað að þessari ungu konu sem hjólaði á lóð Háskóla Íslands.
Við getum jafn lítið vitað um það hvað hafi hvarflað að henni og það hvort hún hafi notað tannþráð nýlega eða tekið lýsi. Það virðist ekki hafa hvarflað að blaðamanni í tengsl við halkuna að minnast á nagladekk undir reiðhjól og að bílstjórar og fólk a reiðhjóum fari með gát. Ekki heldur er minnst á ljósabúnaði sem er þó lögbundin á reiðhjólum í myrkri og vanti æði oft.
Staðreyndin virðist vera að þeir sem hjóla verða heilbrigðari og lífa lengur en aðrir, þannig að það er kannski komið nóg af því að leggja fólki sem hjólar án hjálms í einelti ? -ML
-
Hjólreiðar.is er svipaður vefur á íslensku
Við vekjum athygli á íslenskum vef sem var opnaður í vor með svipuðu efni sem er einnig ætlað að veita fólki innblástur og sýna hversu þægilegt og auðvitað hressandi það er að fara hjólandi á milli staða. Á síðunni má sjá alls konar skemmtilegar myndir.
Kíkið á hjólreiðar.is
PG
-
Snúum þessari þróun við
Ein einfaldasta leiðin til að tryggja það að líkaminn fái sína nauðsynlegu hreyfingu er að flétta hana inn í daglegt líf s.s. með því að hjóla eða ganga til vinnu og skóla. Það gerir börnunum ekki gott að keyra þau stuttar leiðir sem henta vel til göngu og hjólreiða.
Í Bretlandi og víðar er börnum kennt með skipulegum hætti að hjóla með öruggum hætti í umferðinni í Bikeability kennslu eða Hjólafærni eins og við höfum kallað kennsluna á íslensku. Það er ekki síður verðugt verkefni en sundkennsla, henni verður ekki skipt út með kútum.
Íslendingar eru aftarlega á merinni sem hjólaþjóð líkt og t.d. bretar og gætu nýtt sér margt af því sem þeir eru að gera til að aukahjólreiðar. s.s. með innleiðingu kennslu í Hjólafærni.
Á hjólabloggi Guardian eru nokkur góð ráð fyrir foreldra sem vilja fá börnin sín til að hjóla til skóla og fleiri hjá Sustrans.
Hér má svo lesa á íslensku um tækni Samgönguhjólreiða sem kennd er í Hjólafærnikennslu.
Páll Guðjónsson
-
Að leyfa hjólreiðar gegn einstefnu
Það er eitt af stefnumálum Landssamtaka hjólreiðamanna LHM að leyfa hjólreiðar gegn einstefnu þar sem það er hægt. Í þeim löndum Evrópu þar sem mest er hjólað eru hjólreiðar leyfðar gegn einstefnu. Rætt hefur verið um slika breytingu í Svíþjóð og Noregi.
Oft er það gert með sér skiltum eins og sést á þessum myndum.
Þessi ráðstöfun bætir hreyfanleika hjólreiðafólks og eykur ferðahraða milli staða. Niðurstöður þýskrar rannsóknar sýnir að slysahætta er ekki meiri.
Þessar tilögur lögreglunnar sem vitnað er í eru ekki líklegar til að auka öryggi hjólreiðamanna.
Hjólreiðamenn eiga að hjóla með annarri umferð í suðurátt en á sérstakri rein í norðurátt. Ef settur er kantur þrengir svo að umferð hjólandi í suðurátt að öryggi þeirra yrði minna. Heilreinda línan hefur að hluta til þessi áhrif því óheimilt er skv. umferðarlögum að aka yfir slíka línu, sbr. myndina hér úr Mbl.is af Suðurgötu horft í norður. Afleiðingin er sú að vegur í suður virkar helst til of þröngur fyrir framúrakstur framúr hjólandi. Það er helsti gallinn við þessu útfærslu í Suðurgötunni fyrir utan að hún aðeins stuttur spotti og ekki hluti af samanhangandi leið.
Í raun væri best að hafa brotna línu milli hjólareinar í norðurátt og umferðar í suðurátt svo bílar geti auðveldlega tekið fram úr umferð hjólandi í suður. Þannig útfærsla er sýnd á þessari mynd.
Það virðist eins og lögreglan misskilji alveg þetta mannvirki og ekki er laust við að borgin viti ekki heldur almennilega hvað hún er að gera.
Það er óþarfi að finna upp hjólið hérna heima þegar lönd í Evrópu hafa þegar fundið lausnina og hjólreiðar eru þar margfaldar á við hér. Deilur milli lögreglu og borgar eru heldur ekki góð leið til að finna upp hjólið.
Væri ekki ráð að Lögreglan, Borgin og LHM myndu senda fulltrúa sína til Hollands að skoða hvernig sú þjóð sem hjólar mest í Evrópu hagar merkingum og hönnun fyrir reiðhjólaumferð?
-
Innflutningur á reiðhjólum
Á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna LHM er umfjöllun um innflutning reiðhjóla s.l. 10 ár.
Það verður að segjast eins og er að samanburðurinn við verð á bíla í þessari frétt er frekar óréttlátur. Hinsvegar sjást ekki forsendur samanburðarins nógu vel til að hægt sé að dæma um hvort hann sé réttur.
Það er vitað að verð á reiðhjólum og íhlutum í reiðhjól hefur hækkað almennt erlendis síðustu ár. Svo virðist líka að íslendingar kaupi almennt meira af vönduðum og dýrari reiðhjólum heldur en áður var.
Nú er meira hjólað og hjólin eru notuð í meira mæli sem farartæki heldur en leiktæki. Þetta kemur meðal annars fram í svari LHM við fyrirspurn Samtaka Evrópskra hjólreiðafélaga ECF, sem LHM er aðili að.
Svar LHM: http://www.lhm.is/lhm/skjol/619-bref-ecf-spurt-um-hjolreiear-a-islandi
Tafla í svari LHM: http://www.lhm.is/images/stories/vaktin/arnid/FylgiskjalHagstofan.pdf
Það virðist eins og hjólreiðar hafi u.þ.b. tvöfaldast á síðustu árum og höfuðborgarsvæðið og þá sérstaklega miðborg Reykjavíkur sé komin með álitlegt hlutfall ferða á reiðhjólum.
LHM hefur í nýlegri umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis óskað eftir því að tollar á reiðhjólum og varahlutum í þau verði felldur niður til samræmis við tolla og vörugjöld við innflutning á eyðslugrönnum bílum. Kostnaður ríkisins við það miðað við óbreyttan innflutning gæti verið á milli 30 og 40 milljónir króna á ári en sparnaður neytenda gæti numið um 60 til 80 milljónum króna, eftir því hvaða álagningarprósenta er reiknuð fyrir verslun. Það er ekki vitað til þess að fyrirætlanir séu hjá ríkinu um að fara að því.
Rikið virðist samkvæmt þessu telja það skynsamlegra að fella niður öll gjöld á "vistvæna" bíla heldur en á vistvænasta farartækinu, reiðhjólinu. "Vistfótspor" (ecological footprint) vistvæns bíls er um 1000 falt stærra heldur en "vistfótspor" reiðhjóls. Auk þess hefur reiðhjólið heilsufarsávinning í för með sér fyrir notandann, skapar ekki hættu í umferðinni fyrir aðra vegfarendur eins og bíll gerir, bætir umhverfið og tekur ekki sama pláss í borginni.
-
Rett áhersla, en Umferðarstofa talar ósatt um LHM
Það er hárrétt áhersla í umferðaröryggismálum barna að passa upp á hraðakstri bíla. Hins vegar er það ekki rétt áhersla að tala íburðarfullt um reiðhjólahjálma, eins og Einar Magnús Magnússon hjá uMferðarstofu gerði í morgun. Og ekki batnar það þegar í þessu blandast dylgjur og osannindi um ónfangreinda aðila.
Málflutningur Einars var óheiðarleg og hjálpar ekki sameiginlegan málstað Umferðarstofu og Landssamtaka hjólreiðamanna um bætt umferðaöryggi. Eftir mjög góða grein í Morgunblaðinu nýlega þar sem viðtal var tekið við hann og formanni LHM, Árna Davíðsson, er þetta leitt að sjá.
( http://lhm.is/frettir-af-netinu/islenskt/536-hjolreieamenn-verea-ae-vera-synilegir )
I morgunútvarpi Rásar 2 í dag (27.ágúst 2010) var sem sagt fjallað um að færra börn nota hjálma við hjólreiðar núorðið.
Einar skellti skuldina á tískuna og ónafngreiða aðila sem hann sagði hefðu tala gegn hjálmanotkun. Hann átti greinilega við Landssamtök hjólreiðamanna og aðila innan fjallahjólaklúbbsins, og "auðvitað" gerði hann það með að skrumskæla málflutning þeirra.
Ég hringdi inn og einhver á fréttastofu skrifaði niður leiðrétting mína,
en þó 30 mín var eftir af þættinum, og líka upprifjun í lokin þá var er
ekki minnst á leiðréttinguna. ( Ég spurði hvort konan væri með
símanúmerinu hjá mér og hún las upp rétt númer. )
Ég sagði við fréttamanninn (vonandi var hún það) :
1. Einar hefur greinilega átt við Landssamtök hjólreiðamanna
2. LHM hefur ekki hvatt fólki til að hætta að nota hjálm, ólíkt því sem
hann sagði
3. LHM hefur bent á ýkjur í málflutningi Umferðarstofu og annarra hvað varðar hættu af hjólreiðum og gagnsemi hjálma.
4. Hún spyr hvort ekki sé gefið að einhver gagn sé af þeim, ég svarði að að þurfti heilan þátt til að fara inn á þá umræðu, ( Hefði átt að bæta við : umræða um virkni væri ekki punkturinn varðandi að leiðrétta orðum Einars)
5. LHM hefur reynt að ná tali af Rannsóknarnefnd umferðarslysa,
Slysavarnarráð og Umferðarstofu, en þeir hafa ekki viljað ræða málin við LHM, þrátt fyrir því að LHM sé að vísa í vísinda-gögn.Vef LHM : www.LHM.is , Ein af nokkrum greinum um hjálma :
http://www.lhm.is/skyldunotkun-reiehjolahjalma
(Morten skrifaði)
-
www.hfr.is : komin að Búðardalsafleggjara
Frá www.hfr.is :
Kl. 10:53
The Red Force (Hafsteinn og Pétur) og SHSHOHI (Hákon og Valgarður) eru komin að Búðardalsafleggjara norðan Bifrastar. Það er glampandi sól og léttur andvari.
Ekki er vitað um mínútur í næstu menn að sinni.
-
Mannaflafrek framkvæmd: Fjölga boga til að læsa hjól við
Það liggur beinast við að sveitarfélögin setja mannafla og svo fé í að setja upp bogar til að læsa reiðhjól við. Bogarnir græna sem Reykjavíkurborg hafa sett upp á fáeinum stöðum nær miðborgina, til dæmis við Skúlatún 2, Borgartúnsmegin eru dæmi um ágætis lausn.
Mér finnst meir en upplagt að tryggingafélög eða lífeyrissjóðir fjármagni þessu. Að vísu sé ég ekki fyrir mér að arður verði af þessu beint. En Alþjóðaheilbrigðismálastofnun býður upp á reiknilíkön til að finna út hversu mikið hið opinbera spari með því að fjölga hjólreiðamönnum. Svo hagkvæmt er þetta án vafa.
Það ætti sömuleiðis að styrkja íbúa til þess að koma sér upp aðstaða fyrir reiðhjólum.
Nóg er búið að styrkja bílaeigendur í egnum árin, og enn er verið að bjóða rafmagnsbíla ókeypis stæði. Mun meiri ástæða er til þess að ýta undir hjólreiðar en notkun rafmagnsbíla.
( Morten )
-
Fullt af hjólafréttum á heimasíðu LHM
Það hefur lítið verið bætt við hér undanfarið, en á fréttavakt heimasíðu Landssamtakanna má sjá ymislegt áhugavert. Til dæmis :
5. jan 09 Bresk þingnefnd sammála málflutningi LHM í umferðarrráði
4. jan 09 Ekið á dreng á hjóli. Léleg hönnun á gatnamóti ? Umræða á bloggi tengd fréttina.
27.des08. Reiðhjól af réttri hönnun eru meðal betri kosta til þróunaraðstoðar og líkn sem völ er á.
26. nóv08.Verða reiðhjóla með rafmagns hjálparmótor jólagjöfin í ár? Nokkur hjól skoðuð og spáð í haghvæmnina.
-
Stofnfundur ( formlegur) í ráðhúsi Rvk kl. 20 í kvöld 17.sept
Sjá
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-2597
http://visir.is/article/20080916/FRETTIR01/642877589/0/leit&SearchID=73330243613115
http://visir.is/article/20080819/LIFID01/181286402/0/leit&SearchID=73330243642756
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4416150
Eða vef þeirra
http://billaus.is :
Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00.
Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Hér með er auglýst eftir framboðum í fimm manna stjórn, þ.e. formann, ritara, gjaldkera og tvo meðstjórnendur og hvetjum við þá sem hafa áhuga að hafa samband við Sigrúnu (shl1 hjá hi.is).
Mjög mikilvægt er að áhugasamir fjölmenni á fundinn og sýni málefninu stuðning.
Skoðið þetta
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum