Flokkur: Fréttir LHM

Tenging Salahverfis við Breiðholt

Búið er að tengja saman efsta hluta Seljahverfis í Breiðholti og efsta hluta Salahverfis í Kópavogi með stuttum stígtengingum úr Holtaseli, Jaðarseli, Látraseli og Lækjarseli. Þarna hefur lengi verið um vegleysu að fara a milli hverfanna þótt örstutt sé á milli og góður og breiður stígur á sveitarfélagamörkum allt frá Reykjanesbraut að Kórahverfi í Kópavogi.

Flokkur: Fréttir LHM

Stígur Garðahrauni

Nýr stígur hefur verið lagður í Garðahrauni í Garðabæ vestan Reykjanesbrautar frá Vífilstaðavegi að bæjarmörkum við Hafnarfjörð hjá Kaplakrika. LHM gerði þessa umsögn um framkvæmdina. Stígurinn tengir stígana við Vífilstaðaveg saman við stíg í Hafnarfirði sem kemur úr Setbergshverfinu og endar vestan Reykjanebrautar við Kaplakrika svæðið. Miðja vegu tengist hann stíg sem kemur frá Bakkaflöt í Garðabæ og liggur yfir Reykjanesbrautina og að verslanasvæðinu við Kauptún í Garðabæ þar sem IKEA er.

Flokkur: Fréttir LHM

Stígur Mjódd-Lindir

Nýr stígur sem tengir saman Mjóddina í Reykjavík og Lindir í Kópavogi var tekin í notkun núna í haust 2013. Stígurinn er vel heppnaður og mikil samgöngubót fyrir hjólandi og gangandi á þessari leið. Miðja vegu tengist hann stíg sunnan að sem er á bæjarmörkum á milli Linda- og Salahvarfis í Kópavogi og Breiðholts í Reykjavík, sem heldur síðan áfram niður í Kópavogsdal í undirgöngum undir Reykjanesbraut og Dalveg.

Flokkur: Fréttir LHM

Gleðilega hátíð

Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna þakkar allt það frábæra starf sem unnið hefur verið í þágu hjólreiða og heilbrigðra samgangna á árinu sem er að liða.
Hlökkum til að takast á við ný verkefni með ykkur á næsta ári.

Fyrir hönd stjórnar LHM
Árni Davíðsson
formaður

Flokkur: Fréttir LHM

Síðasta laugardagsferðin fyrir jól

Síðasta laugardagsferðin frá Hlemmi fyrir jól var farinn laugardaginn 30. nóvember. Ferðirnar hafa gengið vel í haust sem endranær og aðsóknin verið ágæt. Fjöldi í ferð hefur verið frá tvemur upp í 15 og eru það þægilegir hópar. Elsti þáttakandinn var rúmlega sjötugur og sá yngsti 9 ára. Vegalengdir og leiðir hafa verið miðaðar við getu þátttakenda. Lengst var farið rúmlega 30 km hringur til Hafnarfjarðar en styst um 10 km.

Teljarinn 16. okt. 2013
Flokkur: Fréttir LHM

Hjólateljari

Reykjavíkurborg setti  upp fastan hjólateljara í júní á þessu ári við stíginn meðfram Suðurlandsbraut rétt við gatnamótin við Kringlumýrarbraut. Hann telur þá sem hjóla framhjá og sýnir hversu margir hafa hjólað hjá yfir daginn og yfir árið.

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólaferðir frá Hlemmi í vetur 2013

Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Flokkur: Fréttir LHM

Leiðbeiningar LHM 2. útgáfa

Vorið 2012 voru útbúnar leiðbeiningar fyrir hjólandi vegfarendur hjá LHM. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna var að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr  núníngi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur á stígum eða götum og var sagt frá útgáfu þeirra hér: Leiðbeiningar um örugga umferð hjólandi. Núna er búið að endurskoða þessar leiðbeiningar og gera þær skýrari og vonandi auðveldari aflestrar.