Í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar 18. mars kemur fram að hreinsun hjólastíga sé hafin núna eftir að klakinn hvarf.
Byrjað er að hreinsa helstu hjólastíga í Reykjavík, en hægt var að byrja fyrr en áætlun sagði til um vegna góðrar tíðar. „Við hreinsum sandinn af helstu stofnstígunum hjólaleiða fyrst og er það von okkar að það náist fyrir páska,“ segir Björn Ingvarsson, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar borgarlandsins.