Hlutdeild reiðhjóla á götum borgarinnar

Um þessar mundir búa ökumenn bifreiðar sínar undir veturinn og hjólreiðamenn huga að hjólum sínum en spáð er að hlutur reiðhjóla á götum borgarinnar eflist í vetur. Ný talning á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum sýnir að hlutur reiðhjóla í Austurstræti er 11%, Suðurhlíð 10% og 6% á Bíldshöfða.

Fullyrt hefur verið að reiðhjólið sé einn snjallasti fararskjóti um getur því hægt er að fara allra ferða sinna á eigin orku. Rekstur reiðhjóla er ekki kostnaðarsamur og það helsta sem þarf fyrir veturinn eru nagladekk, ljós að framan og aftan, vatnsheldar töskur á bögglabera, hlýir hanskar, vind- og regnheldur galli, endurskinsmerki og góðir skór.

Umhverfis- og samgöngusvið gerir nú reglulega talningar til að kanna hlutfallið milli reiðhjóla og bifreiða. Fyrstu tölur sýna að götur eins og Austurstræti, Bíldshöfði og Suðurhlíð eru ágætlega nýttar af hjólreiðamönnum. Sjaldnar sjást hjól hins vegar á götum eins og Njarðargötu (1%), Vonarstræti (1%), Bústaðavegi (0,17%), Hamrahlíð (0,86%) og Borgartúni (0,50%).

Tengill: Talning á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum

Frétt af vef Reykjavíkurborgar: http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-17422/

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.